fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Breskur glæpamaður handtekinn í Dubai – Á flótta í átta ár

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 18:00

Michael Moogan. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Dubai handtók nýlega Michael Moogan en hans hafði verið leitað í átta ár vegna gruns um aðild hans að stórfelldu fíkniefnasmygli. Hann var á lista bresku lögreglunnar yfir þá glæpamenn sem hún leggur mesta áherslu á að ná.

Moogan, sem er 35 ára, hafði verið á flótta allt síðan hollenska lögreglan réðist til atlögu við kaffihúsið The Cafe de Ketel í Rotterdam en grunur lék á að þar hittust fíkniefnasmyglarar og handlangarar þeirra. Breska lögreglan telur að á kaffihúsinu hafi smygl á hundruðum kílóa af fíkniefnum til Bretlands verið skipulagt í viku hverri.

Moogan og tveir aðrir Bretar tengdust kaffihúsinu en það var ekki opið fyrir almenning og aðeins var hægt að komast þangað inn eftir ákveðnu öryggiskerfi. Breska lögreglan telur að Moogan og félagar hans hafi komið að skipulagningu fíkniefnasmygls frá Suður-Ameríku til Evrópu.

Lögreglan í Dubai telur að Moogan hafi komið til landsins með því að nota fölsuð skilríki. Hann hafi síðan lagt mikið á sig til að sneiða hjá eftirlitsmyndavélum í landinu til að villa um fyrir lögreglunni. Hann fannst þó á endanum og var handtekinn 21. apríl að sögn Sky News.

Hann verður framseldur til Bretlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós