fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Stutt stopp í atvinnumennsku – Ágúst á leið til FH

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 14:20

Mynd: Heimasíða Horsens

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football segir frá því á Twitter síðu hlaðvarpsins að Ágúst Eðvald Hlynsson sé á leið til FH á láni frá Horsens í Danmörku.

Uppfært
Horsens hefur nú staðfest að Ágúst hafi verið lánaður til FH.

Ágúst var keyptur til Horsens síðasta haust eftir fína frammistöðu með Víkingi í efstu deild hér á landi í tæp tvö ár.

Dvöl hans í efstu deild í Danmörku hefur hins vegar verið nokkuð misheppnuð, Ágúst hefur fá tækifæri fengið og er að snúa aftur heim.

Ágúst er 21 árs gamall miðjumaður en hann er í annað sinn að snúa heim til Íslands úr atvinnumennsku, hann fór ungur að árum til Norwich og síðan til Bröndby. Hann gekk svo í raðir Víkings árið 2019.

Ágúst er leikinn miðjumaður sem ætti að styrkja lið FH sem mun í sumar spila undir stjórn Loga Ólafssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni