fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Jafntefli niðurstaðan í stórleiknum á Ítalíu

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Napoli tók á móti Inter í 31. umferð ítölsku deildarinnar í kvöld. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli liðanna.

Fyrsta mark leiksins kom á 36. mínútu þegar Handanovic varð fyrir því óláni að skora klaufalegt sjálfsmark. Inter héldu áfram að sækja eftir markið en inn vildi boltinn ekki. Napoli leiddu þá í hálfleik sem var nokkuð ósanngjarnt miðað við hvernig leikurinn spilaðist.

Eriksen jafnaði metin fyrir gestina snemma í seinni hálfleik með frábæru marki. Þar við sat og 1-1 jafntefli því niðurstaðan.

Napoli er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti, þeir eru í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Juventus í 4. sætinu. Inter er í toppsæti deildarinnar, níu stigum á undan AC Milan.

Napoli 1 – 1 Inter
1-0 Handanovic OG (´36)
1-1 Eriksen (´55)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum