fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

West Ham tapaði í norðrinu

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 17. apríl 2021 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta leiknum í dag í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka rétt í þessu. Newcastle tók á móti West Ham í 32. umferð á St. James´s Park og lauk leiknum með 3-2 sigri heimamanna.

Newcastle litu vel út í fyrri hálfleik og fyrsta mark leiksins skoraði Issa Diop  á 36. mínútu þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Saint-Maximin átti skot að marki og Diop og Fabianski flæktust fyrir hvorum öðrum og boltinn endaði í netinu eftir viðkomu í Diop. Á sömu mínútu fékk Dawson seinna gula spjaldið sitt og þar með rautt sem þýddi að leikmenn West Ham voru manni færri. Joelinton nýtti sér liðsmuninn og kom Newcastle tveimur mörkum yfir á 41. mínútu eftir slæm mistök hjá Fabianski í markinu.

Enginn veit hvað Steve Bruce sagði við sína menn í hálfleik en liðið átti slappan seinni hálfleik þar sem West Ham voru með öll völd á vellinum. Það var enginn annar en Issa Diop sem minnkaði muninn fyrir West Ham á 73. mínútu með flottum skalla og Jesse Lingard jafnaði metin úr víti sjö mínútum síðar.

Leikmenn Newcastle neituðu þó að gefast upp og kom Joe Willock heimamönnum aftur yfir á 82. mínútu með skalla en hann hafði aðeins verið inni á vellinum í tæpa mínútu og þar við sat.

Newcastle fara með sigrinum í 15. sæti deildarinnar og eru níu stigum frá falli. West Ham situr ennþá í 4. sætinu en Chelsea og Liverpool eru skammt undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skýr skilaboð eftir hörmulega byrjun – Fær nýjan samning

Skýr skilaboð eftir hörmulega byrjun – Fær nýjan samning
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Í gær

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku
433Sport
Í gær

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann