fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

West Ham tapaði í norðrinu

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 17. apríl 2021 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta leiknum í dag í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka rétt í þessu. Newcastle tók á móti West Ham í 32. umferð á St. James´s Park og lauk leiknum með 3-2 sigri heimamanna.

Newcastle litu vel út í fyrri hálfleik og fyrsta mark leiksins skoraði Issa Diop  á 36. mínútu þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Saint-Maximin átti skot að marki og Diop og Fabianski flæktust fyrir hvorum öðrum og boltinn endaði í netinu eftir viðkomu í Diop. Á sömu mínútu fékk Dawson seinna gula spjaldið sitt og þar með rautt sem þýddi að leikmenn West Ham voru manni færri. Joelinton nýtti sér liðsmuninn og kom Newcastle tveimur mörkum yfir á 41. mínútu eftir slæm mistök hjá Fabianski í markinu.

Enginn veit hvað Steve Bruce sagði við sína menn í hálfleik en liðið átti slappan seinni hálfleik þar sem West Ham voru með öll völd á vellinum. Það var enginn annar en Issa Diop sem minnkaði muninn fyrir West Ham á 73. mínútu með flottum skalla og Jesse Lingard jafnaði metin úr víti sjö mínútum síðar.

Leikmenn Newcastle neituðu þó að gefast upp og kom Joe Willock heimamönnum aftur yfir á 82. mínútu með skalla en hann hafði aðeins verið inni á vellinum í tæpa mínútu og þar við sat.

Newcastle fara með sigrinum í 15. sæti deildarinnar og eru níu stigum frá falli. West Ham situr ennþá í 4. sætinu en Chelsea og Liverpool eru skammt undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“