fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Alma: Það þarf ekki að lækna fatlað fólk

Alma missti báða fætur fyrir neðan hné og framan af níu fingrum í kjölfar veikinda – Tilheyrir forréttindahópi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. janúar 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttindi fatlaðs fólks eru Ölmu Ýr Ingólfsdóttur eðlilega mjög hugleikin, en hún veiktist alvarlega af heilahimnubólgu þegar hún var á átjánda ári, sem varð til þess að taka þurfti af henni báða fætur, rétt fyrir neðan hné, og framan af níu fingrum. Hún lauk nýlega LLM-gráðu í alþjóða- og samanburðar mannréttindalögfræði með áherslu á réttindi fatlaðs fólks og starfar nú hjá Rannsóknarsetri fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Það fer ekki á milli mála að hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á málefnum fatlaðs fólks og þeirri mismunun og fordómum sem fatlað fólk verður fyrir. Þá helst fatlaðar konur. Sjálf segist hún þó vera í forréttindahópi.

„Áttatíu og fimm prósent allra fatlaðra kvenna í heiminum verða fyrir einhvers konar ofbeldi. Allt frá kerfis- og stofnanaofbeldi upp í andlegt og líkamlegt ofbeldi. Það er þessi margþætta mismunun sem á sér stað – að vera fötluð og vera kona,“ útskýrir Alma.

„Ég lendi persónulega ekki í þessu. Ég tilheyri forréttindahópi. Ég bý ein í eigin húsnæði, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að komast bara í bað einu sinni í viku, að ég fái ekki að velja hvað ég fæ í matinn, að mér séu skaffaðir vasapeningar eða ég svipt lögræði mínu, allt á grundvelli fötlunar. En þetta er raunveruleiki fólks,“ segir Alma og bendir jafnframt á að fatlaðar konur eigi frekar á hættu að verða fyrir félagslegri mismunun og fordómum.
„Ófatlaðar konur njóta ekki jafnréttis á vinnumarkaði þegar kemur að launum, hvað þá fatlaðar konur. Þær komast í mörgum tilfellum ekki einu sinni á vinnumarkaðinn. Það er miklu líklegra að fatlaðir karlmenn geri það.

Það er svo mikilvægt að það verði viðhorfsbreyting í samfélaginu. Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk. Fólk sem býr við einhvers konar skerðingu. Eins og ég er með líkamlega skerðingu en ég er líka einstaklingur og vil vera virt af sömu ástæðum og allir aðrir, ekki bara af því að ég er með þessa skerðingu. Það er alltaf verið að draga fólk í dilka. Það eru líka fordómar þegar talað er um fatlað fólk eins og það sé eitthvað að því. Það þarf ekkert að lækna fatlað fólk. Það þarf að eiga sér stað breyting í samfélaginu sem við búum í. Það eru hindranir í samfélaginu sem þarf að lækna – til dæmis bæta aðgengi á allan hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta