fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Pogba sparkar fast í Mourinho sem nú liggur vel við höggi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba miðjumaður Manchester United hefur notað tækifærið til að sparka í Jose Mourinho nú þegar hans gamli stjóri er í klípu hjá Tottenham.

Mourinho var stjóri Manchester United sem keypti Pogba til Manchester United á nýjan leik, samband þeirra var gott til að byrja með en síðan fór allt í vaskinn.

„Sambandið við Ole er öðruvísi, hann myndi aldrei fara í stríð við leikmennina. Hann færi ekki á móti leikmönnum,“ sagði Pogba

Pogba sagði að Solskjær kæmi alltaf vel fram við leikmennina sína en það væri ekki alltaf staðan með Mourinho.

„Kannski velur Ole þá ekki í liðið, hann setur þá ekki til hliðar og lætur eins og þeir séu ekki til. Það er munurinn á milli Mourinho og Ole.“

„Ég átti um tíma frábært samband við Mourinho, það sáu það allir. Næsta dag vissir þú ekki hvað hafði gerst, þetta var furðulegt í sambandi mínu við Mourinho. Ég get ekkert útskýrt hvað gerðist, ég veit það bara ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi