fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Kolbeinn fær sparkið – Vinstri græn hafna þingmanni í forvali

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 20:00

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

10.-12. apríl fór fram rafrænt forval hjá Vinstri grænum í Suðurkjördæmi. Valið var í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar í komandi alþingiskosningum.

Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri mun skipa fyrsta sæti listans, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, skipar annað sæti og Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður Ungra Vinstri grænna, skipar það þriðja.

Það vekur mikla athygli að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, nær aðeins fjórða sæti á listanum og Róbert Marshall, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, kemst ekki á lista.

Kolbeinn hefur setið á þingi síðan árið 2016 og er varaformaður þingflokks Vinstri grænna. Hann er einnig með sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Íslandsdeild Norðurlandaráðs.

Atkvæði skiptust svo:

1. sæti  Hólmfríður Árnadóttir með 165 atkvæði 

2. sæti  Heiða Guðný Ásgeirsdóttir með 188 atkvæði í 1.- 2. sæti

3. sæti  Sigrún Birna Steinarsdóttir með 210 atkvæði í 1.- 3. sæti

4. sæti  Kolbeinn Óttarsson Proppé með 176 atkvæði 1.- 4. sæti

5. sæti  Helga Tryggvadóttir með 264 atkvæði 1. – 5. sæti

Alls greiddu 456 manns atkvæði og var kjörsókn 68%. Auðir seðlar voru sex talsins og ekkert atkvæði var ógilt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“