fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Með hvaða liðum í enska heldur fræga fólkið?

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 18:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fræga fólkið fylgist líka með fótbolta og eru sum þeirra alveg jafn harðir stuðningsmenn sinna liða og „venjulega fólkið“. En með hvaða liðum halda stjörnurnar? Farið verður yfir helstu stjörnustuðningsmenn liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fimm hlutum. Byrjað verður á að fara yfir hvaða stjörnur styðja félögin Manchester United, Aston Villa, Crystal Palace og Newcastle.

Manchester United – Usain Bolt og Justin Timberlake

Manchester United er eitt vinsælasta félag í heimi og því kemur ekki á óvart að stjörnurnar elski að styðja þá. Spretthlauparinn Usain Bolt er einn þekktasti stuðningsmaður liðsins og hefur oft sést á Old Trafford og æfingasvæðinu. Drake hefur sjálfur sagt að hann haldi með liðinu en er þekktur fyrir að hoppa á milli liða svo það er alveg óvíst með hverjum hann heldur í dag. Floyd Mayweather og Hollywood stjörnurnar Justin Timberlake og Megan Fox eru einnig stuðningsmenn liðsins samkvæmt frétt Bleacher report.

Usain Bolt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aston Villa – Vilhjálmur Bretaprins og Tom Hanks

Vilhjálmur bretaprins er án efa frægasti stuðningsmaður liðsins og er reglulegur gestur á leikjum liðsins. Hann hefur talað um hve erfitt það hafi verið að gefa sínu liði silfurmedalíur í úrslitaleik FA bikarsins árið 2015. Einnig verður að nefna stórleikarann Tom Hanks sem hefur verið harður stuðningsmaður liðsins frá 2001 ásamt Ozzy Osbourne. David Cameron, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, segist einnig vera mikill stuðningsmaður félagsins en hann gleymdi því þó í einu sinni í viðtali og sagðist styðja West Ham.

Vilhjálmur prins

 

 

 

 

 

 

Crystal Palace – Liam Neeson og Bill Nighy

Liam Neeson er talinn vera stuðningsmaður félagsins  og er líklega sá þekktasti segir í frétt fourfourtwo. Frægt er þegar hann hringdi í stjórnarformann félagsins til að biðja um miða á völlinn en síðan þá hefur hann einnig mætt á leiki Liverpool svo óvíst er hvaða lið hann styður í raun. Bill Nighy, leikarinn úr Love Actually er mikill stuðningsmaður liðsins og mætir reglulega á völlinn ásamt grínistunum Kevin Day og Eddie Izzard.

Liam Neeson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Newcastle – Ant&Dec og Cheryl Cole

Liðið kemur frá stórri borg og því kemur ekki á óvart að stór hópur stjarna styður félagið. Anthony David McPArtlin og Declan Joseph Oliver Donnelly (Ant&Dec) eru þekktir sjónvarpsmenn í Bretlandi og styðja Newcastle. Þeir hafa oft sést á leikjum félagsins og tjá sig reglulega um leikmanna- og þjálfaramál á samfélagsmiðlum. Þá eru tónlistarfólkið Sting og Cheryl Cole ásamt fyrrum forsætisráðherra Bretlands Tony Blair stuðningsmenn félagsins. Cheryl Cole var lengi gift knattspyrnumanninum Ashley Cole sem spilaði lengi fyrir Chelsea en hún hélt alltaf tryggð við sitt félag.

Cheryl Cole
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta sorglegt andlát ungs manns í yfirlýsingu

Staðfesta sorglegt andlát ungs manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi
433Sport
Í gær

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum
433Sport
Í gær

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“