fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Jota gerði gæfumuninn í stórsigri Liverpool

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 20:55

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tók á móti Englandsmeisturum Liverpool í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Um er að ræða tvö stórlið á Englandi en gengi liðanna hefur ekki verið upp á marga fiska í vetur. Leiknum lauk með öruggum 0-3 sigri Liverpool.

Venjulega hefur mikið verið skorað í leikjum þessara liða og var þessi leikur engin undantekning. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill og náði hvorugt liðið að ógna að ráði.

Leikurinn breyttist þegar portúgalinn Diogo Jota kom inn á eftir klukkutíma leik. Jota kom Liverpool yfir í leiknum á 64. mínútu eftir frábæra sendingu frá Trent Alexander Arnold. Þess má geta að þetta var fjórða skallamark Jota úr síðustu þremur leikjum.

Mohamed Salah tvöfaldaði forystu gestanna þegar hann klobbaði Leno í markinu fjórum mínútum síðar. Diogo Jota var svo aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann gulltryggði sigur Liverpool eftir flott spil.

Sigur Liverpool staðreynd í kvöld eftir nokkuð sannfærandi frammistöðu. Englandsmeistararnir fara þá upp í 5. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Chelsea í 4. sætinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
433Sport
Í gær

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“