fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Iheanacho framlengir við Leicester City eftir frábæran mánuð

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 11:24

Iheanacho skrifar undir nýjan samning við Leicester City

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kelechi Iheanacho hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Leicester City. Með þessu verðlaunar félagið hann fyrir frábæra frammistöðu síðastliðinn mánuð en hann hefur skorað 7 mörk í síðustu fjórum leikjum og var valinn leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Iheanacho er sóknarmaður frá Nígeru og kom til Leicester City frá Manchester City 2017. Hann hefur að mestu verið í hlutverki varaskeifu fyrir Jamie Vardy á tíma sínum í Leicester en hefur blómstrað undanfarið.

„Ég get ekki komið því í orð hvernig mér líður. Ég er spenntur og hamingjusamur. Þetta er frábær stund og ég er ánægður að Leicester hafi gefið mér nýjan samning.“

„Það er frábært að vera hérna, þetta er eins og fjölskylda. Vonandi get ég verið hér í mörg ár í viðbót,“ sagði Iheanacho við vefsíðu Leicester City um nýja samninginn.

Iheanacho og félagar hans í Leicester taka á móti hans gamla félagi, Manchester City, í ensku úrvalsdeildinni á eftir og hefst leikurinn á slaginu 16:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin