fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Reknir með skömm úr landsliðsverkefni – „Reglur eru reglur“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 29. mars 2021 21:30

Úr leik velska landsliðsins á laugardaginn / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikmenn velska landsliðsins, þeir Tyler Roberts, Hal Robson-Kanu og Rabbi Matondo, voru sendir heim úr landsliðsverkefni eftir að hafa brotið útgöngubann á liðshóteli landsliðsins sem var sett á vegna Covid-19 heimsfaraldursins.

Leikmennirnir þrír voru gripnir glóðvolgir eftir að hafa farið af hótelherbergjum sínum í leyfisleysi í kjölfarið á 1-0 sigri Wales á Mexikó í vináttuleik á laugardaginn.

Þetta þýðir það að leikmennirnir munu missa af mikilvægum leik velska landsliðsins gegn Tékklandi í undankeppni HM á morgun.

Robert, sem er einnig leikmaður Leeds United í ensku úrvalsdeildinni, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni.

„Miður mín að vera á heimleið úr landsliðsverkefninu fyrr en ég átti von á en reglur eru reglur.“

„Ég vil biðja liðsfélaga mína, þjálfarateymi og stuðningsmenn landsliðsins, afsökunar. Ég mun halda áfram að leggja hart að mér til að vinna mér inn sæti í landsliðshópi Wales fyrir EM í sumar,“ var meðal þess sem stóð í afsökunarbeiðni Roberts.

Knattspyrnusamband Wales, tilkynnti fyrst um það að leikmennirnir hefðu verið sendir heim eftir að hafa brotið reglur settar af knattspyrnusambandinu. Enn fremur neituðu forráðamenn knattspyrnusambandsins að tjá sig frekar um atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar