fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Erling Smith leggur Mosfellsbæ í Héraðsdómi Reykjavíkur

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 16:30

Erling Smith

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mosfellsbær hefur um langa hríð synjað Erling Smith um NPA samning, á grundvelli þess að framlög frá ríki skorti. Erling hefur þess í stað verið vistaður á hjúkrunarheimili, gegn eindregnum vilja hans.

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í morgun dóm þess efnis að Mosfellsbæ hefði verið óheimilt að binda NPA samning við fjárframlag frá ríkinu.

Var sveitarfélagið dæmt til að greiða Erling 700 þúsund krónur í miskabætur vegna dvalar hans á hjúkrunarheimilinu, auk þess sem Mosfellsbær er gerður ábyrgur fyrir því fjártjóni sem Erling hefur orðið fyrir meðan á þvingaðri dvöl hans hefur staðið.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir þetta vera mikill sigur fyrir fatlað fólk því mikill fjöldi manns er á biðlista eftir NPA eða hefur verið synjað um hana. Hún segir þetta vera stórkostlegt réttindamál.

Þá telur dómurinn að dráttur sá sem varð á afgreiðslu umsóknar Erlings um NPA, sé saknæmur.

Í niðurstöðu dómara segir að í lögum nr 38/2018 sé ekki að finna heimild til þess að binda rétt fatlaðs fólks því skilyrði að fjárframlög berist frá ríkissjóði. Það megi því einu gilda gagnvart stefnanda hvernig skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga er háttað og fallist á að slík skilyrðing eigi sér ekki lagastoð.

Dráttur Mosfellsbæjar á afgreiðslu málsins var 27 mánuðir, frá því að Erling lagði inn umsókn um notendastýrða persónulega aðstoð.

„Sá óhæfilegi dráttur sem varð á afgreiðslu málsins leiðir jafnframt til þess að skilyrði um saknæmi telst einnig uppfyllt. Málsmeðferðin hafi því falið í sér meingerð gegn réttindum stefnanda til fjölskyldu- og einkalífs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu

Hefur barist í meira en ár fyrir því að endurheimta búslóð sína að fullu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið