fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Byggja 440 íbúðir á Orkureitnum

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 16:26

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reitir fasteignafélag og Reykjavíkurborg hafa gert samkomulag um uppbyggingu á um 440 íbúðum á hinum svokallaða Orkureit, 26.000 fermetra lóð sem teygir sig meðfram Grensásvegi á milli Suðurlandsbrautar og Ármúla. Orkureiturinn er við fyrirhugaðan Borgarlínuás og ný borgarlínustöð verður framan við lóðina.

Skipulag reitsins byggir á vinningstillögu ALARK arkitekta í samkeppni sem haldin var um skipulag reitsins. Tillagan gerir ráð fyrir byggð með skjólgóðum og sólríkum inngörðum, sem eru að hluta til opnir og tengdir saman með göngu- og hjólastígum, sem jafnframt binda saman nærliggjandi svæði og hverfi ásamt því að veita greiðan aðgang að nýrri borgarlínustöð. Uppbygging á Orkureitnum verður í samræmi við markmið og í anda húsnæðisáætlunar Reykjavíkurborgar þannig að um 15% íbúða á lóðinni verða leiguíbúðir, íbúðir Félagsbústaða, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Skipulagið er nú í samráðsferli og fer í formlega auglýsingu innan skamms. Gert er ráð fyrir að uppbygging á reitnum geti hafist á fyrri hluta ársins 2022.

Deiliskipulagstillagan miðar að því að iðnaðarhúsnæði að Ármúla 31 og bakhús á miðri lóð víki fyrir 4-8 hæða nýbyggingum í borgarmiðuðu skipulagi. Tillagan gerir þannig ráð fyrir 40.872 m2 af íbúðarhúsnæði, um 440 íbúðum og 6.179 m2 af atvinnuhúsnæði. Samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu verður heimilað byggingarmagn ofanjarðar 47.051 m2. Gamla Rafmagnsveituhúsið fær virðingarsess á lóðinni, en Reitir hafa undanfarið veitt heilbrigðisyfirvöldum húsið að láni og þannig lagt sitt á vogarskálarnar í baráttunni við COVID-19 faraldurinn hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans