fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Baráttan um stærsta stéttarfélag landsins nær hámarki – Framtíð Ragnars ræðst á næstu dögum

Heimir Hannesson
Mánudaginn 8. mars 2021 14:13

mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs til formanns og stjórnar þessa stærsta stéttarfélags landsins hófst í morgun og stendur hún yfir til hádegis á föstudag.

Inni á heimasíðu VR segir að allir fullgildir VR-félagar hafa atkvæðisrétt auk þeirra eldri félagsmanna sem greiddu félagsgjald á 67. aldursári og 50 af 60 síðustu mánuðum þar á undan.

Atkvæðagreiðslan er rafræn og fer hún fram á heimasíðu stéttarfélagsins, VR.is

Tveir eru í framboði til formanns, Ragnar Þór Ingólfsson, sitjandi formaður, og hún Helga Guðrún Jónasdóttir. Báðir frambjóðendur hafa undanfarna daga lagt allt í sölurnar við að koma atkvæðum sínum í rafræna kjörkassann.

Ellefu gefa kost á sér til stjórnarsetu, en nöfn frambjóðendanna ásamt nánari upplýsingum má sjá hér.

Á meðal stjórnarframbjóðenda eru Sigríður Hallgrímsdóttir, fyrrum aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar er hann var menntamálaráðherra. Sigríður, eða Sirrý eins og hún er gjarnan kölluð, var þá einnig dálkahöfundur í Fréttablaðinu um tíma.

Óhætt er að segja að vindar hafi blásið um Ragnar Þór undanfarið. Í febrúar birti Fréttablaðið frétt um að Ragnar hafi verið í hópi manna sem staðnir voru að verki við ólöglega netalagningu í bergvatnsá í Skaftafellssýslu. Ragnar þvertók fyrir það og hótaði Fréttablaðinu málssókn. Fréttablaðið bakkaði þó ekki með fréttina og birti síðar um daginn mynd af netinu sem hópur Ragnars átti að hafa lagt.

Ragnar sagði frétt Fréttablaðsins hluti af ófrægingarherferð gegn sér í tengslum við formannskjörið.

Ragnar bakaði sér einnig óvild ýmiss í aðdraganda hlutafjárútboðs Icelandair, en hann hafði fyrr á kjörtímabili sínu hvatt til þess stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna tæki ekki þátt í útboðinu vegna framgöngu Icelandair í kjaraviðræðum við flugstéttirnar þrjár, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, Flugvirkjafélagið og Flugfreyjufélag Íslands. Þótti Icelandair ganga einna harðast fram gegn flugfreyjum eftir að þær felldu samninginn sem stéttarfélagið hafði gert við Icelandair.

Ragnar hlaut fyrir vikið mikla gagnrýni á sig vegna afskipta sinna af fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðsins og sögðu sumir hana ólögmæta.

Helga Guðrún býður sig, sem fyrr segir, nú fram gegn Ragnari. Helga er stjórnmálafræðingur að mennt og fyrrum varaþingmaður Sjálfstæðismanna, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar. Þá hefur hún einnig starfað sem samskiptastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Helga hefur áður boðið sig fram til formanns VR en tapaði þá fyrir Stefáni Einari Stefánssyni, viðskiptafræðingi.

Helga hefur í kosningabaráttunni gagnrýnt Ragnar Þór fyrir of mikla afskiptasemi af pólitískum deilumálum úr formannsstóli og vísar þá meðal annars til áðurnefndra afskipta Ragnars af fjárfestingarstefnu Lífeyrissjóðs Verslunarmanna. Stuðningsmenn Ragnars hafa á móti bent á að ásakanir um of náin tengsl við stjórnmál komi úr hörðustu átt í ljósi sterkra tengsla Helgu við Sjálfstæðisflokkinn.

Búast má við að úrslit úr atkvæðagreiðslunni liggi fyrir strax síðdegis á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn