fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Björn lýsir því hvernig hann fyrirgaf banamönnum sonar síns: „Þetta var ofboðslega sárt og erfitt ferli“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 13:23

Björn Hjálmarsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég flutti hugvekju í Hjallakirkju 8. maí 2016, þar sem ég tók mér fyrir hendur það þrekvirki í nafni trúar minnar að fyrirgefa banamönnum Hjálmars míns. Það tók svo á mig að ég var óvinnufær í nokkra daga. Þetta var ofboðslega sárt og erfitt ferli. Ég varð alveg þróttlaus og það tók mig marga daga að ljúka handritinu að þessari hugvekju. En guð minn góður, hvílíkur léttir á eftir,“ segir Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á BUGL, í viðtalsþættinum Okkar á milli á RÚV í kvöld, en þátturinn er á dagskrá kl. 20.

Sonur Björns, Hjálmar, lést með voveiflegum hætti í Hollandi árið 2002. Hann fannst með mikla áverka á höfði en dánarors0k kom aldrei fram. Björn tók þá ákvörðun í nafni sonar síns árið 2016 að fyrirgefa þeim sem voru ábyrgir fyrir dauða hans.

Björn segir að fyrirgefning verði að vera sjálfsprottin:

„Það má alls ekki þvinga fram fyrirgefningu hjá fólki, hún verður að vera sjálfsprottin. Og það má segja það að með þessu þrekvirki þá tókst mér það sem eiginkona mín leiðbeindi mér um, að hætta að láta ólánið skilgreina mig og fara að líta svolítið bjartari augum til framtíðarinnar.“

Björn segir að í hans tilviki hafi fyrirgefningin verið ákvörðun en fyrst og fremst löng og ströng vinna. Hann segir ennfremur:

„Það sem hentaði mér á meðan ég skrifaði grátandi þennan fyrirgefningartexta var að leika fallega tónlist, hafa kveikt á kertaljósi, ég gekk reglulega að ljósmynd að Hjálmari mínum og horfði djúpt í augun á honum. Ég sagði honum, ég geri þetta í þínu nafni, Hjálmar minn, því þú varst meistari fyrirgefningarinnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Í gær

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Í gær

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“