fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Hvíthákarlar færa sig á nýjar slóðir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 17:30

Hvíthákarl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðalhitinn hækkar, ísinn bráðnar og yfirborð sjávar hækkar. En þetta eru ekki einu áhrif loftslagsbreytinganna því þær valda því einnig að hvíthákarlar leita nú á nýjar slóðir.

Þeir eru nú byrjaðir að sjást norðan við Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar hefur tilkoma þessara stóru dýra breytt lífinu. Fiskar sem höfðu vanist rólegu lífi og svamli í sjónum með föstum rútínum þurfa nú að vara sig á hvíthákörlum. The Guardian skýrir frá þessu.

Blaðið vísar til nýrra rannsókna sem sýna að loftslagsbreytingarnar hafi orðið til þess að þessi stóru rándýr hafi flutt sig 600 kílómetra norður á bóginn undan ströndum Kaliforníu frá 2014 til 2020. Á sama tíma hefur stofn sjóotra í Monterey Bay minnkað um 86%.

Kyle Van Houtan, vísindamaður hjá Monterey Bay Aquarium í Kaliforníu, sagði í samtali við The Guardina að tilkoma hvíthákarlanna breyti miklu þegar þeir birtast á nýjum stöðum og breyti leikreglunum fyrir fiskana á svæðinu. „Hvíthákarlar eru ekki nýr fiskur í hverfinu. Þetta eru rándýr á toppi fæðukeðjunnar og í sjónum beinst allra augu að þeim,“ sagði hann.

Hann sagði að þegar heildarmyndin sé skoðuðu þá séu hvíthákarlarnir í raun ekki vandamálið, það séu loftslagsbreytingarnar sem séu það. „Hákarlarnir segja okkur eiginlega bara að sjórinn hefur breyst og að nú þurfum við að gera eitthvað í málinu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Í gær

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni
Pressan
Fyrir 3 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat