fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Leikmaður Arsenal er hjátrúarfullur – „Finnst eins og það gefi mér frelsi“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 21:30

Emile Smith Rowe / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emile Smith Rowe, hefur heldur betur komið inn af krafti í lið Arsenal á þessu tímabili. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hjá Arsenal, leitaði Mikel Arteta, til ungra leikmanna liðsins í von um að sækja betri úrslit.

Leikmenn á borð við Smith Rowe, Gabriel Martinelli og Bukayo Saka, svöruðu kallinu og Arsenal fór að sækja úrslit.

Smith Rowe, viðurkennir að vera hjátrúarfullur fyrir leiki. Glöggir knattspyrnuáhugamenn hafa eflaust tekið eftir því að hann hefur sokkana ansi lágt niðri á meðan leik stendur.

GettyImages

„Ég vill vera frjáls í huganum. Það er eitt sem ég geri, ég hef sokkana lágt niðri, mér finnst eins og það gefi mér frelsi. Ég veit ekki afhverju, þetta er bara hjátrú,“ sagði Emile Smith Rowe í viðtali sem birtist á YouTube rás Arsenal.

Emile Smith Rowe hefur spilað átta leiki með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, hann hefur gefið þrjár stoðsendingar í þeim leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag