fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Kylie Jenner hunsaði Covid-reglur og hélt svakalega veislu fyrir dóttur sína

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylie Jenner sætir harðri gagnrýni enn á ný fyrir að brjóta sóttvarnarreglur, í þetta sinn fyrir að halda rausnarlega afmælisveislu handa þriggja ára dóttur sinni, Stormi. Hún deildi myndum og myndböndum frá veislunni á Instagram.

Á mánudaginn sagði Kylie að upphaflega planið fyrir afmælisveisluna, eða réttara sagt afmælishátíðina, hafi verið aflýst sökum „augljósra ástæðna“. En hún ætlaði samt að halda veislu fyrir „alla fjölskylduna.“

„Stormiworld 3 hefur verið aflýst af augljósum ástæðum en ég sparaði ekkert fyrir Stormi hérna heima og við erum að halda frændsystkinapartý hérna fyrir hana, og öll frændsystkinin hennar og fjölskylda mín kemur sem verður geggjað,“ sagði hún.

En með því að halda veislu, þó hún hafi verið minni en Kylie hafi ætlað sér í fyrstu, braut Kylie margar sóttvarnarreglur.

Gestir voru ekki með grímu.

Staðan á faraldrinum í Los Angeles er mjög alvarleg og stendur yfir samkomubann. Íbúum Los Angeles er sagt að umgangast ekki aðra nema nauðsynlegt er, og það er bannað að halda einkasamkvæmi með einstaklingum frá fleiri en þremur mismunandi heimilum.

Stormi á níu frændsystkin og átta frænkur og frændur bara Kylie megin, og samkvæmt Instagram-færslum Kylie og veislugesta voru fleiri gestir í veislunni. Fjölskylda Travis Scott, barnsföður Kylie, var einnig í veislunni. Það þýðir að það voru veislugestir frá mikið fleiri en þremur mismunandi heimilum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kylie Jenner News (@kyliesnapchat)

Reglurnar sem gilda í Los Angeles segja einnig að einkasamkvæmi þurfa að vera haldin úti. En miðað við myndirnar var veislan bæði úti og inni.

Veislan var inni og úti.

Eins og fyrr segir var veislan ekki fátækleg. Kylie Jenner heldur ekki fast um veskið þegar kemur að því að halda afmælisveislur fyrir dóttur sína, og kallar hún veislurnar „Stormiworld“. Veislurnar hafa hlaupið á mörgum milljónum og þó veislan í ár hafi verið mun minni en árin á undan, þá var engu til sparað.

Matarvagn mætti á svæðið.
Nammihornið.

Það var til að mynda risa hoppukastali með uppblásanlegu líkan af afmælisbarninu í garðinum.

Hoppukastalinn.
Það var að meira segja varningur í boði fyrir veislugesti.

Harðlega gagnrýnd

Kim Kardashian hélt upp á afmæli sitt í október og var í kjölfarið harðlega gagnrýnd fyrir að flagga ríkidæmi sínu blygðunarlaust á tímum þar sem atvinnuleysi og faraldurinn náði nýjum hæðum í Bandaríkjunum.

Hún birti myndir frá rausnarlegri afmælisveislu sinni sem var haldin á einkaeyju.

Sjá einnig: Kim Kardashian höfð að háði og spotti – Íslendingar taka þátt í gríninu

Kylie hefur einnig verið gagnrýnd af netverjum, mörgum hverjum sem fannst hún hefði átt að aflýsa veislunni alfarið, sérstaklega í ljósi þess að hún var nýkomin úr ferðalagið frá Turks- og Caicoseyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun