fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Síðdegisblundur getur viðhaldið andlegu atgervi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að fá sér reglulegan síðdegisblund getur verið leið til að viðhalda andlegu atgervi þegar aldurinn færist yfir ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu General Psychiatry. Í henni var svefnmynstur 2.214 heilbrigðra einstaklinga, 60 ára og eldri, í nokkrum kínverskum stórborgum rannsakað. 1.534 þeirra fengu sér reglulega síðdegisblund sem varði allt frá fimm mínútum upp í tvær klukkustundir. 680 fengu sér ekki síðdegisblund. Sky News skýrir frá þessu.

Próf var lagt fyrir þátttakendurna og var niðurstaða þess að þeir sem fengu sér síðdegisblund voru betur áttaðir, áttu auðveldar með að tjá sig og minni þeirra var betra.

Í niðurstöðu rannsóknarinnar segja vísindamennirnir að ekki sé hægt að draga þá ályktun að síðdegisblundur komi í veg fyrir að fólk þjáist af elliglöpum og hrörnandi vitsmunum eða hvort blundurinn sé einkenni elliglapa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“