fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Mikael er maðurinn sem var í Kleifarvatni – „Ég geri þetta nokkuð oft“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hádegið í dag bárust fréttir af miklum viðbúnaði vegna slyss í Kleifarvatni. Þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn komst í ljós að um misskilning væri að ræða, það var vissulega maður í vatninu en sá var bara að kafa, einn með sjálfum sér. Maðurinn sem um ræðir er Mikael Dubik en Vísir náði tali af honum eftir að hann fór upp úr vatninu. Mikael hefur oft kafað áður í vatninu og þá yfirleitt einn.

Þegar Mikael leit upp úr vatninu sá hann allan þann viðbúnað sem viðbragðsaðilar voru með, þyrlu, báta og slökkvilið. Viðbragðsaðilar höfðu fengið tilkynningu í hádeginu að maður hefði gengið í vatnið og voru því viðbragðsaðilarnir kallaðir til og sendi Landsbjörg út tilkynningu þess efnis fljótlega síðar.

„Það er gott að vita til þess að einhver hugsar svona fallega um mann en ég geri þetta nokkuð oft og var bara að æfa mig,“ sagði Mikael í samtali við Vísi og bætti við að sér fyndist leiðinlegt að hafa valdið þessum viðbrögðum. Þó sagði hann að gott væri að vita af því að fólk er til staðar með þessi góðu viðbrögð ef eitthvað bjátar á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“