fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Mikael er maðurinn sem var í Kleifarvatni – „Ég geri þetta nokkuð oft“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hádegið í dag bárust fréttir af miklum viðbúnaði vegna slyss í Kleifarvatni. Þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn komst í ljós að um misskilning væri að ræða, það var vissulega maður í vatninu en sá var bara að kafa, einn með sjálfum sér. Maðurinn sem um ræðir er Mikael Dubik en Vísir náði tali af honum eftir að hann fór upp úr vatninu. Mikael hefur oft kafað áður í vatninu og þá yfirleitt einn.

Þegar Mikael leit upp úr vatninu sá hann allan þann viðbúnað sem viðbragðsaðilar voru með, þyrlu, báta og slökkvilið. Viðbragðsaðilar höfðu fengið tilkynningu í hádeginu að maður hefði gengið í vatnið og voru því viðbragðsaðilarnir kallaðir til og sendi Landsbjörg út tilkynningu þess efnis fljótlega síðar.

„Það er gott að vita til þess að einhver hugsar svona fallega um mann en ég geri þetta nokkuð oft og var bara að æfa mig,“ sagði Mikael í samtali við Vísi og bætti við að sér fyndist leiðinlegt að hafa valdið þessum viðbrögðum. Þó sagði hann að gott væri að vita af því að fólk er til staðar með þessi góðu viðbrögð ef eitthvað bjátar á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“