fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Skotið á hús Samfylkingarinnar í Sóltúni – Lögregla lokið störfum á vettvangi

Heimir Hannesson
Föstudaginn 22. janúar 2021 11:44

mynd/Anton Brink og skjáskot ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotið var á húsnæði Samfylkingarinnar við Sóltún 26 í miðborg Reykjavíkur í nótt. Samkvæmt heimildum DV virðast skotgötin vera sex og voru nægilega öflug til þess að brjóta rúður. Skrifstofur Samfylkingarinnar eru á jarðhæð hússins.

Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, staðfestir að þetta hafi átt sér stað en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Það sé nú rannsakað af lögreglu.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagðist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við DV að rannsakendur lögreglunnar hefðu lokið störfum á vettvangi og væru nú komnir í hús á Hverfisgötu. Málið væri nú rannsakað. Jóhann staðfesti enn fremur við DV að fleiri sambærileg atvik hefðu átt sér stað víða um borgina undanfarin misseri. Það væri nú skoðað hvort þau atvik væru tengd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina