fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Var rekinn eftir að það fréttist af honum á djamminu í Reykjavík

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 10:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almarr Ormarsson knattspyrnumaður er í áhugaverðu spjalli við Jóhann Skúla í hlaðvarpsþættinum, Draumaliðið. Almarr er án félags í dag en fram kemur í viðtalinu að hann sé með tilboð frá KA og hafi rætt við önnur félög.

Almarr hefur leikið með KA síðustu ár en áður lék hann með Fram og KR. Almarr gerir upp feril sinn og bestu samherjana í viðtalinu við Jóhann Skúla.

Almarr ræðir líka um skrautlega samherja og einn af þeim er franski sóknarmaðurinn, Azarkane Jallal. Hann gekk í raðir KA árið 2006 en dvöl hans gekk illa.

„Það var Frakki sem til okkar í KA árið 2006, það var skrautlegur gæi. Hann kunni ekki eitt orð í ensku og hélt að ég talaði frönsku, hann talaði alltaf frönsku við mig,“ sagði Almarr þegar hann rifjaði upp veru Azarkane Jallal hjá KA:

Jallal hafði meiri áhuga á skemmtanalífinu á Akureyri og í Reykjavík, það kostaði hann að lokum starfið.

„Hann fór á Kaffi Amor degi fyrir leik, var skammaður fyrir það. Hann sást svo á skemmtistað í Reykjavík degi fyrir leik sem við áttum á Akureyri, hafði farið að sækja vinn sinn í Keflavík og skellti sér á djammið. Hann drakk reyndar ekki en keyrði svo heim um nóttina og ætlaði að spila leikinn með okkur.“

„Hann var sendur heim eftir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“