fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Sóttvarnaaðgerðir á hæpnum lagagrunni – Reimar telur sig ekki vera að fara á samkomu þegar hann fer til rakara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. janúar 2021 20:12

Reimar Pétursson. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn hafa ný sóttvarnalög ekki tekið gildi og hefur verið gripið til allra þeirra sóttvarnatakmarka sem í gildi hafa verið síðan undanfarið tæpt ár á grundvelli fyrirliggjandi laga. Lagastoðin fyrir þeim er hæpin að mati Reimars Péturssonr lögmanns, en hann var í viðtali í Silfrinu í morgun.

„Ég tel að sumt í þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í byggist á mjög hæpnum lögskýringum. Til þess að unnt sé að framkvæma sum þessara inngripa þá þurfa að vera til staðar lagaheimildir, það hefur verið litið svo á að það þurfi þá að vera skýrt og greinilegt í texta laganna hvað sé heimilt.“

Það eru einkum þrenns konar sóttvarnaaðgerðir sem Reimar hefur efasemdir um að standist lög: atvinnurekstrarbönn, sóttkvíarákvarðanir og takmarkanir á ferðafrelsi við landamærin.

Þannig séu ákvarðanir sem teknar eru um að senda fólk í sóttkví byggðar á það sé verið að nota heimild í lögum til að afkvía byggðarlög. En sá sem er lokaður inni í íbúð sinni í fjölbýlishúsi líti kannski ekki svo á að hann sé afkvíaður í byggðarlagi.

Þá sé heimild til að setja á samkomubann teygð út í það að stöðva starfsemi hárgreiðslustofa, nuddstofa og fleiri þjónustufyritækja. Reimar sagðist efast um að menn teldu sig vera að fara á samkomu þeir þeir færu til rakara. „Mér finnst það vera dæmi um hvernig hefðbundinn málskilningur er teygður til,“ segir hann.

Tvöföld skimum byggir á lagaheimild til að setja menn í læknisskoðun við komu til landsins, en tvöföld skimun og fimm daga sóttkví þar á milli sé ansi löng læknisskoðun. Þyki Reimari þetta var skrýtin lagatúlklun, að menn séu í nokkurra daga einangrun og það sé hluti af læknisskoðun.

Samkvæmt Reimari gæti það haft miklar afleiðingar ef einstakar sóttvarnarráðstafanir verða kærðar og úrskurðað að þær standist ekki fyrirliggjandi lög. Hann vill þó ekkert fullyrða um hvernig dómstólar myndu úrskurða í slíkum málum en honum virðist lagagrundvöllurinn vera hæpinn. Þess má geta að skaðabótamál fyrnast á fjórum árum.

Reimar bendir ennfremur á að Danir hafi breytt sóttvarnalögum sínum þegar í mars 2020 og svo aftur síðar á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu