fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Úlfúð meðal tollvarða á Keflavíkurflugvelli – „Þeir eru mjög ósáttir að öryggi þeirra sé ekki tryggt“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 12:06

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Keflavíkurflugvelli starfa bæði lögregluþjónar og tollverðir sem framlínustarfsfólk. Þessir hópar starfa að miklu leiti saman, en einungis lögregluþjónar eru bólusettir.

Samkvæmt heimildum DV eru tollverðir ósáttir með þetta. Þeim finnst þeir sinna jafn miklu framlínustarfi og lögreglan og finnst því ósanngjarnt að einungis annar hópurinn fái bólusettningu.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður út í þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hann sagði að það væri í lagi að skoða þetta tiltekna mál, en sagði þó að ef að hópur framlínustarfsfólks sem fer í bólusetningu yrði sífellt stækkaður myndi hópur aldraðra sem fær bólusetningu minnka á móti. Því sé erfitt að gera miklar breytingar sem þessar.

Upplifunin sú að þeir hafi gleymst

Birna Friðfinnsdóttir, formaður Tollvarðafélags Íslands, staðfesti að ósætti væri vegna málsins í samtali við DV. Hún ítrekaði að um væri að ræða tollverði sem ynnu á vettvangi, líkt og á Keflavíkurflugvelli, en ekki aðra tollverði sem gætu beðið líkt og annað fólk.

„Þeir eru mjög ósáttir að öryggi þeirra sé ekki tryggt líkt og starfsmanna í sambærilegum störfum“ sagði Birna um tollverði. Hún sagði upplifunina vera á þann veg að þeir hefðu gleymst.

Birna sagði að hún væri búin að ræða málið við Tollgæsluembættið og nú væri unnið að því að bæta stöðuna. Hún sagðist nokkuð bjartsýn á að eitthvað væri hægt að gera í þessu.

Þegar blaðamaður spurði Birnu út í svör Þórólfs á fundinum sagðist hún hafa misst af þeim, en af fyrstu áheyrn væri upplifun hennar þessi : „Ég skil vel að það þurfi að forgangsraða, en það er óásættanlegt að lögregluþjónar á vettvangi, landhelgisgæslan, fangaverðir og annað framlínustarfsfólk fái bólusetningu, en ekki tollverðir sem vinna við hlið lögreglunnar.“

Þá benti Birna einnig á að Keflavíkurflugvelli og á öðrum landamærum væri sérstaklega mikið um smit og því væri sérstakt að tollverðir sem ynnu þar fengju ekki bóluefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“