fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Sjónblekking sem sýnir hvernig litblinda virkar vekur athygli á samfélagsmiðlum

Fókus
Laugardaginn 9. janúar 2021 14:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónblekking sem upprunaleg er eignuð BBC Horizon hefur nýlega vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Myndin var upprunalega sýnd á BBC árið 1985 og var nýlega deilt á samfélagsmiðlum BBC. Á myndinni má sjá breska fánann í öðrum litum en vanalega, gulur, svartur og grænn. Eins er að finna punkt í miðju myndarinnar.

Til að upplifa sjónblekkinguna á lesandi að stara á punktinn í miðjunni í um 20 sekúndur og líta svo á hvítu myndina fyrir neðan. En þá ætti fáninn að birtast í réttum litum.

Í BBC þættinum þar sem myndin var birt segir þáttstjórnandi að sjónblekkinguna megi skýra með kenningu Thomas Youngs um að litasjónin leiði af aðgerðum þriggja mismunandi viðtaka.

Í auganu er að finna þrjár tegundir litaviðtaka, keilur. Þegar þú starir á græna hlutan á myndinni þá verða grænu og bláu viðtakarnir þreyttir og svara minna en vanalega þegar hvíta myndin kemur upp. Hins vegar virka rauðu viðtakarnir, sem voru ekki notaðir, eðlilega. Þetta ójafnvægi veldur því að þú sérð rautt á hvíta bakgrunninum.

Sömuleiðis þreyta gulu hlutar fánamyndarinnar rauðu og grænu keilurnar og þegar þú horfir á hvítu myndina eru það bara bláu keilurnar sem virka eðlilega. Þess vegna verður það liturinn sem við sjáum í staðinn fyrir gult.

Þetta virkar svipað hjá mörgum litblindum einstaklingum sem skortir oft keilur fyrir tiltekinn lit. Þess vegna sjá þeir öðruvísi útgáfu af þeim lit.

Prófaðu þetta ! Starðu á punktinn í miðjunni í 20 sek og skrollaðu svo niður og starðu á hvítu myndina 

Frétt The DailyMail 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“