fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Snúin staða milli VG og Sjálfstæðisflokks – Bjarni færði Svandísi skjól

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 24. desember 2020 15:30

mynd/althingi.is samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að skjálfta gætir nú innan stjórnarheimilisins eftir uppákomur síðustu daga.

Sagt er að verulegs óþolinmæðis hafi undanfarna daga gætt meðal Sjálfstæðismanna með frammistöðu Svandísar Svavarsdóttur í embætti síðustu vikur. Stendur þar upp úr vinnulag sem haft var við samningagerð um afhendingu bóluefnis til íslenskra heilbrigðisyfirvalda.

Þegar kom á daginn að Ísland væri eftirbátur flestra ríkja sem við berum okkur saman við og að ljóst væri að hjarðónæmi yrði ekki náð með bólusetningu fyrr en seint á næsta ári beindust öll spjót að Svandísi. Flýgur þá sú fiskisaga að Svandís hafi neitað aðstoð einkafyrirtækja og annarra ráðuneyta í samningagerð við lyfjarisana erlendu. Aðkoma Katrínar Jakobsdóttur að bóluefnasamningum vakti mikla athygli í byrjun þessarar viku og er sagt að hún hafi komið til vegna áður nefndrar óánægju Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna.

Orðið „bóluefni“ hefur ekki komið fyrir í fundargerðum ríkisstjórnarfunda síðan 13. nóvember. Síðan þá hafa verið haldnir 10 ríkisstjórnarfundir þar sem bólusetningar voru aldrei ræddar af heilbrigðisráðherra, nema hvað varðaði kynningu á reglugerð um forgangshópa í bólusetningu.

Gjörbreytt staða

Allt þetta gjörbreyttist svo þegar fréttir bárust nú í morgun af því að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefði verið viðstaddur partí í Ásmundarsal þar sem 40-50 manns voru komnir saman. Í tilkynningu lögreglu sem barst fjölmiðlum klukkan 6:08 í morgun kom jafnframt fram að partíinu hefði verið lokað af lögreglu og lögreglumenn kallaðir „nasistar“ af veislugestum vegna afskipta sinna.

Meðlimir stjórnarandstöðunnar sækja nú hart að Bjarna um að segja af sér. Þannig sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, að Bjarni ætti að segja af sér. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði málið grafalvarlegt.

Samfélagsmiðlar hafa loga og ljóst að yfirþyrmandi meirihluti þeirra sem þar láta ljós sitt skína eru á sama máli og stjórnarandstaðan. Bjarni sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem hann baðst afsökunar á veru sinni í veislunni. Of lítið of seint segja flestir.

Nú eru stóru spurningarnar sem eftir standa eru: Hvað gerir Bjarni, og hvað gera Vinstri grænir?

Spjótin hafa snúist

Björn Leví gerir sér vangaveltur um framhaldið að efni í færslu á Facebook í morgun. Segir hann ólíklegt að Bjarna verði refsað af kjósendum Sjálfstæðisflokksins fyrir að segja ekki af sér. Mun líklegri afleiðing þess yrði að Vinstri grænir fengju skellinn frá sínum kjósendum fyrir að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Niðurstaðan verður þá sú að VG tekur á sig hitann og þungann af gagnrýni og þrýstingi. Má segja að þessi „spá“ Björns Levís sé nokkuð sennileg afleiðing þess að Bjarni segi ekki af sér.

Talsvert snúnara er að spá fyrir því hvað yrði ef Bjarni tæki pokann sinn. Varaformaður flokksins er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og ritari Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Þórdís tæki þá væntanlega við flokknum fram að Landsfundi hið minnsta og yrði hún fyrsta konan til að gegna embættinu.

Ljóst er að spjótin sem áður stóðu að Svandísi, standa nú að Bjarna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum