fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Skipstjórinn Sveinn Geir Arnarsson ákærður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 19:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, hefur verið ákærður fyrir brot á sjómannalögum. RÚV greinir frá. Hópsýking af COVID-19 varð um borð í togaranum en skipstjórinn hefur verið sakaður um að halda túrnum áfram þrátt fyrir vitneskju um smit.

Samkvæmt RÚV er skipstjórinn ákærður fyrir brot á 34. grein sjómannalaga. Þar segir að veikist skipverji eða slasist skuli skipstjóri sjá um að hann fái nauðsynlega umönnun á skipinu eða í landi. Jafnframt að ef ástæða sé til að ætla að skipverji sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafar af fyrir aðra menn á skipinu skuli skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land ef ekki reynist unnt að verjast smithættu á skipinu.

Það er Lögreglan á Vestfjörðum sem gefur út ákæruna.

Af 25 skipverjum Júlíusar Geirmundssonar smituðust 22 af veirunni. Einkenna varð vart um borð á fyrstu dögum túrsins.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í janúar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“