fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Tryggvi Hrafn til Vals

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggvi Hrafn Haraldsson gengur til liðs við Val frá Lilleström þar sem hann lék síðustu mánuði Trygvi var á láni hjá Lilleström frá ÍA.

Samningur hans við ÍA var hins vegar á enda og fer hann til Vals, líkt og Arnór Smárason sem kom til Vals frá Lilleström á dögunum.

Tryggvi hafði rætt við Val fyrr á árinu en ákvað að taka slaginn með Lilleström þegar það tilboð kom á hans borð, flestir töldu að Tryggvi yrði áfram í Noregi eftir gott gengi. Hann kaus hins vegar frekar að koma heim í Val.

Tryggvi gerir þriggja ára samning. Þessi öflugi leikmaður sem fæddur er 1996 lék 17 leiki með ÍA á nýliðnu tímabili og gerði í þeim 13 mörk. Hann á að baki 72 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 25 mörk. Tryggvi hefur einnig leikið með sænska liðinu Halmstad. Hann gekk til liðs við Lilleström í Noregi í sumar og lék með þeim 11 leiki og gerði 4 mörk. Tryggvi átti stóran þátt í að Lilleström vann sig upp um deild í ár.

Tryggvi á að baki 13 landsleiki með U21 og 4 leiki með A landsliði Íslands og skorað í þeim 2 mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“