fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

„Það hryggir mig“ – Guðni tjáir sig um þjóðgarðsmálið – „Hvers á hálendið að gjalda?“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 12:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, fjallaði um hugmyndina um hálendisþjóðgarð í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hann segist hafa verið að horfa á sjónvarpið þegar að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, steig upp í pontu líkt og frægt er orðið og tjáði sig um málið. Guðni segir að þar hafi „gamli góði“ Steingrímur komið aftur til starfa. Hann heldur því þó fram að Steingrímur, sem kallaði andstæðinga þjóðgarðsins „lítin grenjandi minnihluta“, hafi í raun alltaf verið hluta af minnihluta.

„Sá sem þetta ritar var svo heppinn að vera við sjónvarpsskjáinn að horfa á umræður frá Alþingi þegar allt í einu Steingrímur J. Sigfússon reif af sér grímuna, steytti hnefann að fornum sið og hætti um stund að vera forseti Alþingis. Á einu augabragði varð hann sá gamli góði Steingrímur sem við þekktum. Nú miklaðist hann af því að vera meirihlutinn og hans menn skyldu reisa draumaríkið á miðhálendinu. En „örlítill grenjandi minnihluti“ fékk heldur betur á kjaftinn. Steingrímur hefur allt sitt líf tilheyrt þeim minnihluta sem Alþýðubandalagið gamla var og Vinstri-grænir eru og sá minnihluti átti töluna tíu prósent af kjósendakökunni en var samt, að mati gamla ræðugarpsins, þá einnig handhafi meirihlutans.“

Guðni virðist þó ekkert sérstaklega sáttur með sjálfa hugmyndina, en hann segir að taka eigi miðhálendið af sveitarfélögunum og bændum, og gefa því sérfræðingum í Reykjavík.

„Nú skal reisa ríkisbáknið í fullri alvöru á þjóðlendunni miðhálendi Íslands. Taka stjórnina af sveitarfélögunum og bændum og fela umsjána sérfræðingum í tröllabúðum, í alvöruríkisstofnun í Reykjavík. Sósíalisminn skal byrja til fjalla í frelsinu sem bændur og smalar þeirra þekktu einir í þúsund ár.“

Þá segir Guðni að honum þyki leiðinlegt að verkamenn muni þurfa að borga fyrir þjóðgarð, auk þess sem hann óttast að fjöldi fólks muni ekki geta notað svæðið líkt og áður fyrr. Að lokum spyr hann hvort að mögulega væri betra að bíða með þjóðgarðinn, vegna áhrifa kórónuveirunnar.

„Það hryggir mig að verkamaðurinn á vinnumarkaði fær skattinn í hausinn af stærsta þjóðgarði í Evrópu í milljörðum talið. Bændum, sveitarstjórnarmönnum, hestamönnum, skotveiðimönnum og útivistarfólki verður vísað af afréttunum. Varðliðar báknsins munu rukka gjaldið við hin gullnu hlið þjóðlendunnar. Sauðkindin og smalinn verða rekin til slátrunar. Landsvirkjun og Vegagerðin fá rauða passann. Nú spyr ég: Hvers á hálendið að gjalda og hvað er að á þessu stóra miðhálendi okkar? Ætli kórónuveiran hafi ekki tekið þann toll að útgjöldin verða tröllaukin næstu árin og betra sé að láta draumaríkið bíða um sinn. „Getum við ekki öll verið sammála um það?““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að