fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

„Ógeðslegi“ sannleikurinn á bak við vinsæla mynd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. desember 2020 09:36

Nadia Bokody tjáir sig um myndina til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski kynlífssérfræðingurinn Nadia Bokody ræðir um tvískinnung (e. double standard) þegar kemur að konum og körlum. Hún nefnir ákveðna mynd, eða svo kallað „meme“, í þessu sambandi sem hefur vakið athygli á netinu undanfarið.

Myndin snýr að OnlyFans, síðu sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Nektarmyndir eru vinsælastar en einnig er mikið um áhrifavalda og aðra einstaklinga sem selja djarfar myndir og myndbönd án þess að sýna nekt. Aðdáendur geta einnig sent notendum skilaboð og lagt fram beiðni um myndefni gegn gjaldi.

„Það eru líkur á að þú þekkir nokkrar konur sem eru með OnlyFans sem tekjulind,“ segir Nadia.

„Forréttindi karla kenna körlum að líta á kynlíf sem rétt sinn, en á sama tíma fyrirlíta þeir konur sem kjósa að hagnast á því. Yfirlýsingar eins og: „Ég er ekki að leita að stelpu sem selur myndir af líkama sínum“ og „Ef þú ert með OnlyFans skaltu „svæpa“ til vinstri. Ég hef ekki áhuga á konum sem hafa enga sjálfsvirðingu“ sjást svo oft á stefnumótasíðum karlmanna að þær eru orðnar að „meme“,“ segir Nadia og nefnir myndina sem um ræðir.

„Í einu slíku „meme“ má sjá mann liggja á óumbúnu rúmi að horfa á klám og umkringdur drasli, skítugum þvotti og notuðum pappír. Fyrir ofan hann stendur: „Ég gæti aldrei verið með stelpu sem er með OnlyFans. Ég meina, hafðu smá sjálfsvirðingu.““

Myndin sem um ræðir.

„Fyrir menn sem halda uppi þessum tvískinnung, er hræsnin ekki jafn brosleg, eða augljós,“ segir Nadia.

„Fyrr í vikunni sendi kona mér skjáskot af Instagram Story frá karlmanni sem hún „matchaði“ við á Tinder. Þar stóð: „Það er ekkert jafn hlægilegt eða ómerkilegt eins og stelpur sem deila tilvitnunum, „meme“ og/eða sögum sem segja að þær vilja, en geta ekki fundið, sanna ást. Svo eru þær með hlekk á OnlyFans í lýsingunni sinni (e. bio) og deila myndum með kynferðislegum undirtón á hverjum degi.“

Nadia fór á stúfana og skoðaði Instagram-síðu mannsins. „Mér mættu tugir myndir af honum berum að ofan að hnykkla vöðvana fyrir framan ýmis konar spegla,“ segir hún og bætir við að hún hafi einnig skoðað fólkið sem hann var að fylgja á Instagram. Meðal þeirra var fjöldi undirfatafyrirsæta og konur með OnlyFans.

„Það eina sem hann skorti meira en sjálfsvitund var mynd af honum í fötum,“ segir hún.

Nadia.

Nadia bendir á hræsnina sem fólgin er í því að karlmenn séu yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kaupa efni á síðum eins og OnlyFans, en gera samt sem áður lítið úr konum fyrir að vera með OnlyFans.

„Það sem veldur mér mestum áhyggjum er vangeta þeirra til að líta á þessar konur sem manneskjur -konur sem þeir þrá að fá kynferðislegan aðgang að,“ segir hún.

„Það er auðvitað mögulegt fyrir konu að vera kynþokkafull, og jafnvel hagnast á kynþokka sínum, og geta samt verið flókin og fjölhæf persóna. Við ættum ekki að sóa tíma í karlmenn sem geta ekki – eða jafnvel vilja ekki – áttað sig á þessu. Leyfum þeim að öskra reiðir í tómarúmið. Eða jafnvel kasta „LOL“ til þeirra af og til, áminningu um að reiði þeirra bælir okkur ekki niður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Í gær

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“