fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Giroud skoraði fjögur mörk – Manchester United tapaði fyrir PSG

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 21:57

Olivier Giroud / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í kvöld með sex leikjum. Olivier Giroud skoraði öll mörk Chelsea í 0-4 sigri gegn spænska liðinu Sevilla. Þá tapaði Manchester United 1-3 á heimavelli fyrir franska liðinu PSG. Lestu um úrslit kvöldsins hér.

Í E-riðli skoraði Olivier Giroud öll mörk Chelsea í 0-4 sigri á spænska liðinu Sevilla. Bæði lið voru búin að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar fyrir leikinn.

Í H-riðli tapaði Manchester United á heimavelli fyrir Paris Saint-Germain. Sigur í leiknum hefði tryggt United sæti í 16- liða úrslitum. Neymar kom PSG yfir með marki á 6. mínútu. Marcus Rashford jafnaði leikinn fyrir United á 32. mínútu. Á 69. mínútu kom Marquinhos PSG aftur yfir. Einni mínútu síðar fékk Fred, leikmaður United, sitt annað gula spjald og var rekinn af velli. Það var síðan Neymar sem innsiglaði 1-3 sigur PSG með marki í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Manchester United er eftir leikinn í 1.sæti riðilsins með 9 stig, PSG er í 2.sæti riðilsins einnig með 9 stig. Það er því spennandi lokaumerð framundan í riðlinum.

Borussia Dormund og Lazio gerðu 1-1 jafntefli í F-riðli. Raphael Guerreiro kom Dortmund yfir með marki á 44. mínútu. Það var síðan Ciro Immobile sem jafnaði leikinn fyrir Lazio með marki úr vítaspyrnu og tryggði Lazio 1 stig. Dortmund er eftir leikinn í 1. sæti riðilsins með 10 stig, Lazio er í 2. sæti með 9 stig.

Í hinum leik F-riðils vann Club Brugge öruggan 3-0 sigur á Zenit frá Pétursborg. Sigurinn reynist Club Brugge mikilvægur, liðið á enn séns á sæti í 16- liða úrslitum fyrir lokaumferð riðlakeppninnar og hefur að minnsta kosti tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Zenit er í 4. sæti riðilsins með 1 stig og hefur að engu að keppa.

Í G-riðli vann Barcelona 0-3 öruggan sigur á ungverska liðinu Ferencvaros. Mörk frá Griezmann, Braithwaite og Dembele tryggðu Barcelona þrjú stig en liðið var búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir leikinn.

Svipaða sögu er að segja frá 3-0 sigri Juventus á Dynamo Kyiv. Mörk frá Federico Chiesa, Cristiano Ronaldo og Alvaro Morata tryggðu Juventus stigin þrjú. Juventus var einnig búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir leikinn.

 

E-riðill
Sevilla 0 – 4 Chelsea 
0-1 Olivier Giroud (‘8)
0-2 Olivier Giroud (’54)
0-3 Olivier Giroud (’74)
0-4 Olivier Giroud (’83, víti)

F-riðill
Borussia Dortmund 1 – 1 Lazio 
1-0 Raphael Guerreiro (’44)
1-1 Ciro Immobile (’67, víti)

Club Brugge 3 – 0 Zenit
1-0 Charles De Ketelaere (’33)
2-0 Hans Vanaken (’58, víti)
3-0 Noa Lang (’73)

G-riðill
Ferencvaros 0 – 3 Barcelona 
0-1 Antoine Griezmann (’14)
0-2 Marin Braithwaite (’21)
0-3 Ousmane Dembele (’28, víti)

Juventus 3 – 0 Dynamo Kyiv
1-0 Federico Chiesa (’21)
2-0 Cristiano Ronaldo (’57)
3-0 Alvaro Morata (’66)

H-riðill
Manchester United 1 – 3 Paris Saint-Germain 
0-1 Neymar (‘6)
1-1 Marcus Rashford (’32)
1-2 Marquinhos (’69)
1-3 Neymar (’90+1)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“
433Sport
Í gær

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Í gær

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina