fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Karl óttast að neikvæð umræða um karlkynið hafi slæm áhrif á unglingspilta

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 20:00

Karl Gauti Hjaltason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, velti fyrir sér stöðu drengja í nýrri grein á Vísir.is. Hann bendir á að þriðungur drengja sem útskrifist úr grunnskóla geti ekki lesið sér til gagns. Í neðri stigum grunnskóla sé hlutfallið allt að því helmingur. Þá segir hann að brottfall ungra karla úr framhaldsskólum sé mikið og karlar séu einungis um 30% af nemendum í Háskóla Íslands.

„Um langt skeið hefur umræða um hið unga karlkyn verið afar neikvæð. Getur verið að sú umræða hafi áhrif á unglingspilta sem eru að vaxa úr grasi? Þeir finni til vanmáttar og upplifi skömm með kyn sitt og hvatir. Séu óvissir um hlutverk sitt og stöðu?“ spyr Karl í grein sinni.

Hann telur að þarfir drengja og stúlkna séu ólíkar og varpar fram þeirri tilgátu að skólakerfið hafi þróast frá því að taka tillit til þarfa drengja:

„Þarfir drengja eru að mörgu leiti aðrar en stúlkna. Strákar þurfa meiri útrás fyrir hreyfi- og sköpunarþörf sína og þeir þurfa að fá tækifæri til að keppast og takast á. Getur verið að stefnubreyting hafi orðið í kennsluháttum eða uppeldi almennt undanfarin ár, drengjum í óhag? Kannski þurfum við að endurskoða samfélagið þegar kemur að uppeldi og kennslu þegar kemur að báðum kynjum. Nútíma samfélag hefur ef til vill þróast um of frá grunnþörfum barnanna og sérstaklega drengja. Ef svo er þarf að endurskoða kerfið, færa það til betra horfs. Leita þarf lausna til aukinnar virkni og menntunar ungra drengja og ungra karla, það mun skila arðbærara þjóðfélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd