fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Tölvuleikurinn sem bjargaði lífi 24 ára manns – „Ég vildi einfaldlega ekki lifa lengur“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 18:30

Mynd: Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr á þessu ári var Lewis Salmon á mjög slæmum stað. Hann segir að hver einastu dagur frá því í janúar og fram í mars hafi verið eins og helvíti. „Ég vildi einfaldlega ekki lifa lengur,“ segir hann í samtali við SPORTbible um málið.

Lewis, sem er 24 ára gamall, segir að lífið hans hafi gjörsamlega hrunið. „Ég var í góðu starfi, langtíma sambandi og var nýbúinn að flytja í nýtt hús,“ segir hann. „En ég vissi ekki að ég væri með geðsjúkdóm sem varð verri og verri án þess að ég gerði mér grein fyrir því.“

Í lok desember á síðasta ári var Lewis í góðum málum en það breyttist þegar samband hans og kærustunnar slitnaði á gamlárskvöldi. Fljótlega eftir það fór allt niður á við. Lewis þjáist af einkennilegri áráttuþráhyggjuröskun sem lætur hann trúa að hann hafi gert hluti sem hann gerði ekki. „Ég vil ekki útskýra það of mikið en í rauninni þá trúði ég bara að ég hafi gert skelfilega hluti.“

Lewis segist hafa náð botninum eftir að hann var lagður inn á spítala sökum þess að hann vildi ekki lifa lengur. „Ég var að skaða sjálfan mig, geðheilsan mín var orðin svo slæm að ég gat ekki yfirgefið húsið. Á endanum missti ég vinnuna.“

Þegar Lewis ákvað að byrja að spila fótboltatölvuleikinn FIFA á ný þá snérist taflið hjá honum við. „Leikurinn gaf mér stundarfrið frá öllu myrkrinu og kvíðanum. Jafnvel þótt það var bara í nokkra tíma þá var ég frjáls. Ég var að gera eitthvað, hugurinn var þá ekki að reika,“ segir Lewis sem þakkar EA Sports, framleiðenda leikjanna, fyrir hjálpina. „FIFA hafði gríðarleg áhrif á batann minn,“ segir Lewis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“