fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Pressan

Donald Trump náðar Michael Flynn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 04:50

Michael Flynn. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á Twitter í gærkvöldi að hann hafi náðað Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn játaði árið 2017 að hafa logið að alríkislögreglunni FBI í tengslum við rannsókn hennar á íhlutun Rússa í bandarísku forsetakosninganna 2016. Nánar tiltekið játaði hann að hafa logið um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum nokkrum vikum áður en Trump tók við embætti forseta.

„Það er mér mikill heiður að tilkynna að Michael T. Flynn, hershöfðingi, hefur verið náðaður. Til hamingju Michael Flynn og hans frábæra fjölskylda, ég veit að þið munið eiga frábæra þakkargjörðarhátíð,“ skrifaði Trump á Twitter.

Flynn er annar af nánum samstarfsmönnum Trump, sem hann hefur náðað, sem voru sakfelldir fyrir brot í tengslum við rannsókn á íhlutun Rússa í forsetakosningarnar 2016.  Í febrúar náðaði hann Roger Stone sem var ráðgjafi Trump og hafði verið dæmdur í þriggja ára fangelsi.

Upp komst um Stone og Flynn í rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, þegar hann rannsakaði hvort kosningaframboð Trump hefði átt í samstarfi við Rússa.

Axios hafði í gær eftir ónafngreindum heimildarmanni að náðun Flynn sé bara sú fyrsta af mörgum sem Trump ætlar að veita áður en hann lætur af embætti þann 20. janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal