fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Stiklað á stóru: Ferill Maradona í máli og myndum

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 20:06

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn besti knattspyrnumaður heims, frá upphafi, Diego Armando Maradona, lést í dag, 60 ára að aldri. Maradona átti magnaðan knattspyrnuferil.

Maradona er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Hann tók þátt í fjórum heimsmeistaramótum með Argentínska landsliðinu og varð heimsmeistari með liðinu árið 1986. Maradona átti einnig farsælan feril með félagsliðum á borð við Napoli, Barcelona og Boca Juniors.

Eftir að hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna þjálfaði Maradona meðal annars Argentínska landsliðið.

Af nægu er að taka en hér verður stiklað á stóru í gegnum knattspyrnuferil Maradona í máli og myndum.

 

 

Maradona hóf knattspyrnuferil sinn með Argentinos Juniors. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið 15 ára gamall. Hann skoraði 115 mörk fyrir félagið / GettyImages
Næsta skrefið var tekið hjá Boca Juniors, þar sem Maradona er í guðatölu. Hér eru fagnaðarlæti eftir sigur í argentínsku deildinni 1981/ GettyImages
Næsta skref á ferli Maradona var hjá Barcelona á Spáni. Þar lék hann 36 leiki, skoraði 22 mörk og vann þrjá titla / GettyImages
Maradona er mikils metinn í Napoli eftir farsælan feril þar. Hér er hann að fagna eftir sigur í Euro Cup árið 1989 / GettyImages
Maradona lék 188 leiki fyrir Napoli, skoraði 81 mark og vann ítölsku deildina tvisvar sinnum / GettyImages
Eftir stutt stopp hjá Sevilla og Newell’s Old Boys, sneri Maradona aftur til Boca Juniors þar sem hann lauk knattspyrnuferli sínum / GettyImages

 

Maradona átti farsælan feril með Argentínska landsliðinu – „Hendi guðs“ eitt umdeildasta atvik knattspyrnusögunnar í leik gegn Englandi á HM 1986 / GettyImages
Maradona fór á fjögur heimsmeistaramót og varð heimsmeistari árið 1986. Hann var einnig valinn besti leikmaður mótsins / GettyImages

 

Maradona þjálfaði landslið Argentínu í tæp tvö ár (2008-2010) og var með 75% sigurhlutfall sem landsliðsþjálfari / GettyImages
Síðasta þjálfarastarf hans var hjá Gimnasia y Esgrima La Plata / GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park