fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Jökull varði mark Exeter City í stórsigri – Daníel Leó spilaði í tapi Blackpool

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 20:56

Jökull Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jökull Andrésson, stóð vaktina í marki Exeter City í 6-1 sigri á Colchester United í ensku D-deildinni í kvöld. Jökull er á lánssamningi hjá Exeter frá enska B-deildar liðinu Reading.

Matt Jay kom Exeter yfir með marki á 20. mínútu. Það var síðan Joel Randall sem tvöfaldaði forystu Exeter með marki á 53. mínútu.

Ryan Bowman bætti við þriðja marki Exeter á 57. mínútu og hann var síðan aftur á ferðinni er hann skoraði fjórða mark liðsins.

Michael Folivi minnkaði muninn fyrir Colchester á 73. mínútu en á 90. mínútu fullkomnaði Ryan Bowman, þrennu sína og kom Exeter í stöðuna 5-1.

Það var síðan Matt Jay sem innsiglaði 6-1 sigur Exeter City með marki á sjöttu mínútu uppbótartíma.

Exeter er eftir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 14 leiki. Þetta gæti hafa verið seinasti leikur Jökuls fyrir liðið en óvíst er hvort lánssamningurinn sem var neyðarlán, verði framlengdur.

Í ensku C-deildinni var Daníel Leó Grétarsson á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Blackpool sem tapaði 3-2 fyrir Doncaster á útivelli.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Blackpool. Jerry Yates, kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu á 10. mínútu og CJ Hamilton tvöfaldaði forystu liðsins með marki á 38. mínútu.

Heimamenn í Doncaster mættu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik. Cameron John minnkaði muninn fyrir liðið með marki á 48. mínútu og Reece James jafnaði leikinn með marki á 52. mínútu.

Það var síðan Benjamin Whiteman sem fullkomnaði endurkomu Doncaster og tryggði þeim sigur með marki á 76. mínútu.

Blackpool er eftir leikinn í 15. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 13 leiki. Daníel hefur gengið vel að aðlagast aðstæðum hjá Blackpool eftir félagsskipti sín þangað frá norska liðinu Álasund. Hann er orðinn fastamaður í byrjunarliði liðsins.

Enska D-deildin:
Exeter City 6 – 1 Colchester United 
1-0 Matt Jay (’20)
2-0 Joel Randall (’53)
3-0 Ryan Bowman (’57)
4-0 Ryan Bowman (’71)
4-1 Michael Folivi (’73)
5-1 Ryan Bowman (’90)
6-1 Matt Jay (’90+6)

Enska C-deildin:
Doncaster 3 – 2 Blackpool 
0-1 Jerry Yates (’10)
0-2 CJ Hamilton (’38)
1-2 Cameron John (’48)
2-2 Reece James (’52)
3-2 Benjamin Whiteman (’76)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók fram úr David Beckham í gær

Tók fram úr David Beckham í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn