fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Vill skerpa á reglum um böðun eftir kynferðisbrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 09:59

Kolbrún Baldursdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur kallað eftir skýrari reglum um kynjagreiningu við böðun á skjólstæðingum í skammtímavistun í kjölfar þess að starfsmaður borgarinnar var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn konu.

„Hvatinn að þessari fyrirspurn var að maður var dæmdur fyrir að brjóta á konu kynferðislega sem var í skammtímavistun á vegum borgarinnar.  Mér finnst mjög mikilvægt að hafa þessar reglur alveg skýrar og að aðeins fólk að sama kyni aðstoði við böðun. Það geta ekki allir sagt „nei, ég vil ekki,““ segir Kolbrún en bókun hennar í málinu var eftirfarandi:

„Nýlega var starfsmaður Reykjavíkurborgar dæmdur fyrir brjóta kynferðislega á konu í skammtímavistun á vegum Reykjavíkurborgar. Í dóminum segir að maðurinn hafi misnotað aðstöðu sína. Í framhaldi hófst umræða um hvaða reglur gilda almennt um baðaðstæður og hverjir aðstoði þá sem þess þurfa við böðun. Fram kom að reglur hafi verið yfirfarnar. Fulltrúi Flokks fólksins óskar
að fá upplýsingar um hvernig þessum reglum sé háttað og hvort það sé í reglum nú að aðeins fólk af sama kyni aðstoði við böðun nema fyrir liggi samþykki um annað?“

Í svari Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar kemur fram að unnið sé eftir þeirri meginreglu við bað- og sturtuferðir að þeir dvalargestir sem þurfa aðstoð við böðun fái hana veitta af starfsmönnum af sama kyni. Ef um einstaklinga undir 18 ára aldri er að ræða gildir sama regla eftir samráð við foreldra. Sama meginregla vildi varðandi klósettferðir. Hins vegar geti komið upp atvik þar sem ekki sé hægt að fylgja þessari meginreglu: „Ef upp koma aðstæður þar sem konur þurfa að aðstoða karlmenn við sturtuferðir eða öfugt, gildir sú regla að biðja þarf samstarfsmann um að kíkja inn með
reglulegu millibili. Þetta eykur öryggi starfsmanna sem og dvalargesta.“ Þá segir að við böðun einstaklinga með flóknar stuðningsþarfi aðstoði tveir viðkomandi allajafna.

Þá segir enn fremur í svarinu:

„Á sambýlum og í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk gildir sama verklag og að ofan greinir í þeim tilvikum þar sem íbúar þurfa sérstaka aðstoð við persónulegt hreinlæti. Virðing fyrir óskum íbúa er höfð að leiðarljósi og einnig er tekið mið af óskum forráðamanna íbúa, í tilvikum þeirra íbúa sem nota óhefðbundið tjáningarform. Verklag þetta er í endurskoðun og hefur verið óskað eftir aðkomu Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar við þá vinnu.

Þess ber að geta að sú háttsemi, sem viðhöfð var af starfsmanni þeim er vísað er til í fyrirspurninni og sakfellt var fyrir í dómi, var ekki í samræmi við verklag.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum