fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Önnur bylgja Covid-19 í Svíþjóð – 8 manna samkomutakmörk

Heimir Hannesson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 14:20

mynd/ABC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur bylgja af Covid-19 virðist nú farin af stað af nokkrum krafti í Svíþjóð. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti hertar takmarkanir á blaðamannafundi rétt í þessu.

Frá og með 24. nóvember mega aðeins 8 manns koma saman og biðlaði Löfven til Svía: „Ekki fara í ræktina, ekki fara á bókasafnið, ekki bjóða fólki í mat.“ Hámarksfjöldi á samkomum í dag í Svíþjóð er 50. Nýjar takmarkanir munu gilda í 4 vikur, og verður því að óbreyttu aflétt aðeins nokkrum dögum fyrir jól.

SVT sagði frá.

42 hafa látið lífið í Svíþjóð síðan í gær og hafa samtals 6.164 látist þar af völdum Covid-19. Ný smit í gær voru 5.990 í gær og eru 137 á gjörgæslu.

Takmarkanir í Svíþjóð, þar á meðal nýtilkynnt 8 manna samkomubann, hafa gilt og munu áfram aðeins gilda um opinberar samkomur, tónleika, íþróttaviðburði, mótmæli, fyrirlestra o.s.frv. Takmarkanir gilda ekki um einkaviðburði svo sem viðburði á vegum fyrirtækja, í heimahúsum eða jarðarfarir. Þá eru líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, bókasöfn, veitingastaðir, skólar, almenningssamgöngur og verslunarmiðstöðvar áfram undanþegnar 8 manna takmarkinu en, sem áður sagði, biðlar forsætisráðherrann nú til almennings að fara varlega og huga að persónulegum sóttvörnum, og heimsækja opinbera staði eins lítið og hægt er.

Svíar hafa hægt og rólega verið að herða aðgerðir eftir því sem smitum fjölgar í landinu síðustu vikur. Fyrir helgi bannaði ríkisstjórnin sölu áfengis á veitingastöðum eftir klukkan 10 á kvöldin, og hafa samtök veitingamanna þar í landi lýst yfir efasemdum um lagastoð fyrir þeirri ákvörðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld