fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Staðan í riðli Íslands fyrir leikinn gegn Dönum á morgun – Ísland er fallið

Sóley Guðmundsdóttir
Laugardaginn 14. nóvember 2020 16:52

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið heimsækir það danska á morgun í Þjóðadeildinni. Ísland er í A-deild riðli tvö ásamt Danmörku, Belgíu og Englandi.

Eins og staðan er í dag er Belgía á toppi riðilsins með níu stig. Danmörk er í öðru sæti með sjö stig eins og England sem er í þriðja sæti. Ísland er án stiga í neðsta sæti. Öll lið hafa spilað fjóra leiki. Á heimasíðu UEFA er farið yfir stöðuna á liðunum.

Á morgun klukkan 19:45 mætir Ísland Danmörku og Belgar taka á móti Englendingum.

Belgía vinnur riðilinn ef þeir sigra England og ef Danmörk tapar á móti Íslandi.

England verður að vinna Belgíu til að eiga möguleika á að sigra riðilinn.

Danmörk mun ekki eiga möguleika á að sigra riðilinn ef þeir tapa gegn Íslandi og ef Belgía sigrar England.

Ísland er fallið í B-deild.

Íslenska liðið mun að öllum líkindum spila upp á stoltið í Danmörku á morgun. Ísland hefur aldrei sigrað Dani og því gæti fyrsti sigur Íslands gegn Danmörku orðið að veruleika á morgun.

Tveir leikir eru eftir í Þjóðadeildinni. Góður árangur í þessum leikjum getur skilað liðinu hærra á heimslista FIFA sem getur komið sér vel fyrir dráttinn fyrir undankeppni HM. Staða liðanna á heimslista FIFA hefur áhrif á í hvaða styrkleikaflokki liðin verða fyrir dráttinn.

Þjóðadeildin A-deild riðill 2

  1. Belgía – 9 stig
  2. Danmörk – 7 stig
  3. England – 7 stig
  4. Ísland – 0 stig

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United ætlar að taka Greenwood aftur ef þetta gerist ekki

United ætlar að taka Greenwood aftur ef þetta gerist ekki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hegðun markvarðar KR til umræðu – „Þér líður eins og gangandi kúk þegar þú gerir svona mistök“

Hegðun markvarðar KR til umræðu – „Þér líður eins og gangandi kúk þegar þú gerir svona mistök“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ratcliffe telur þessa tvo leikmenn United á alltof háum launum og vill þá burt

Ratcliffe telur þessa tvo leikmenn United á alltof háum launum og vill þá burt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Markvörður KR sendir frá sér afsökunarbeiðni fyrir framkomuna í garð barnanna

Markvörður KR sendir frá sér afsökunarbeiðni fyrir framkomuna í garð barnanna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Í gær

Aðdáendur í áfalli eftir að nýju treyjunni var lekið – Sjáðu myndirnar

Aðdáendur í áfalli eftir að nýju treyjunni var lekið – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United