fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar segir Brynjari og Sigríði til syndanna – „Hvað eru þau eiginlega að leggja til?“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 16:31

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Þar velti hún fyrir sér þeirri gagnrýni á sóttvarnaaðgerðir og skerðingu á frelsi sem hefur komið frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þeim Sigríði Á. Andersen og Brynjari Níelssyni.

Sigríður hefur talað um að henni finnist inngrip í friðhelgi einkalífsins vera of mikið í faraldrinum og Brynjar vill að sóttvarnaaðgerðum sé aðallega beint að fólki í áhættuhópum. Þá sagðist Brynjar einnig ekki trúa tölfræði um að fimmtungur þjóðarinnar sé í áhættuhóp.

Í útvarpsþættinum sagðist Þóra furða sig á tillögum um að beina sóttvarnaaðgerðum sérstaklega að fólki í áhættuhópum. „Hvar á að stúka þá af? Hver á að hugsa um þetta fólk?“ spurði Þóra. Ætla þau að dæma fólkið sem fær lúsarlaun fyrir sitt framlag til heilbrigðisþjónustunnar, til dæmis þessar umönnunarstéttir. Eiga þær að missa öll mannréttindi á meðan þessi faraldur gengur yfir? Á að loka þá bara inni á stofnunum með þessu fólki? Það er enginn einföld lausn við þessu.“

Þóra sagði þá einnig að það væri furðulegt að Sigríður og Brynjar kæmu með þessa gagnrýni sína án þess að koma með raunverulegar lausnir. „Hvað eru þau eiginlega að leggja til? Er ekki kominn tími til að þau gangi bara hreint til verks og segi það. Ef Brynjar og Sigríður eru að stinga upp á því að þessum hópum sem eru veikastir fyrir verði fleygt fyrir ætternisstapa, þá eiga þau bara að koma fram og segja það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga