fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Hjörvar segir fólkið í Laugardalnum hrætt við umræðuna: „Ef Guðni stendur ekki í lappirnar, þá veit ég ekki hvað“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. október 2020 08:42

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason knattspyrnusérfræðingur trúir ekki öðru en að Guðni Bergsson formaður KSÍ geri allt til þess að láta fótboltann á Íslandi fara aftur af stað. Talsverð óvissa ríkir um slík mál vegna regluverks í landinu og baráttu við COVID-19.

Hjörvar segir það í raun tóma vitleysu að ræða það hvort fótboltinn fari af stað eða ekki. Runólfur Pálsson, læknir og einn af yfirmönnum Covid-göngudeildar Landspítala sagði á dögunum við Fótbolta.net að leyfa ætti fótbolta enda væri smithættan innan vallar svo gott sem enginn. „Við vitum hvar mesta hættan er á smiti og virðist það ekki tengjast skipulögðu íþróttastarfi. Vandinn er sá að við getum ekki uppfyllt tveggja metra regluna og getum ekki komist hjá snertingu í keppni en á sama tíma vitum við að ef vel er haldið á málum þá er lítið um smit á þessum vettvangi. Það finnst mér gefa tilefni til undanþágu miðað við þá þekkingu sem við höfum.“

Hjörvar bendir á orð á hans og vill spila fótbolta sem fyrst. „Ég held að algjör vitleysa að vera að ræða þetta hvort mótið verði blásið af. Það var fagmaður úr læknasamfélaginu, Runólfur Pálsson sem var að fara yfir það, það er óhætt að hlusta á hann. Hlustið á hann, ekki hlusta á commenta kerfin, það eru skýr skilaboð í Laugardalinn,“ sagði Hjörvar í Stúkunni á Stöð2 Sport í gær.

Hjörvar segir að starfsfólk KSÍ sé hrætt við að taka umræðuna. „Þeir í Laugardalnum eru mjög smeykir um alla umræðu og þora ekki að taka slaginn, nú er kominn tími til að taka slaginn með fótboltanum.“

Hjörvar heldur því fram að Guðni Bergsson hafi selt sig sem formanninn sem gerði allt fyrir fótboltann, hann vill sjá hann standa við þau loforð og koma fótboltanum aftur af stað. „Guðni Bergsson, þessi þúsund samtöl sem maður átti við hann fyrir kjörið, það var alltaf talað um „fyrir fótboltann“. Nú bara þarf hann að standa í lappirnar og gera þetta fyrir fótboltann. Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum.“

Hjörvar hafði svo þetta að segja að lokum „Ef Guðni klikkar á því og stendur ekki í lappirnar, þá veit ég ekki hvað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“