fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Stjörnur sem voru lagðar í einelti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 29. október 2020 12:38

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir um grimmilegt einelti sem 11 ára drengurinn Ólíver hefur orðið fyrir í Garðabæ hafa vakið mikla athygli. Í kjölfarið hefur farið af stað umræða um einelti og hefur saga Ólívers hreyft við hjörtum landsmanna.

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson skrifaði opinberlega til Ólívers og sagðist sjálfur hafa orðið fyrir einelti í æsku.

Fjöldi erlendra stórstjarna hefur opinberlega sagst hafa lent í einelti og lýst mannskemmandi áhrifum þess. Við tókum saman nokkrar sögur.

Myndir/Getty

Justin Timberlake

„Mér var mikið strítt í skóla. Ég var með slæma húð og furðulegt hár. Ég ólst upp í Tennessee, og ef þú varst ekki að æfa fótbolta, þá varstu hallærislegur. Það var alltaf verið að stríða mér af því að ég hafði áhuga á tónlist og list.“

 

Rihanna

Söngkonan vinsæla er frá Barbados og var strítt sem barni fyrir húðlit sinn sem var ljósari en flestra í kringum hana. Fólk sagði hana vera hvíta og bölvað henni.

Josh Gad

Leikarinn var lagður í einelti en fann öðruvísi leið til að svara fyrir sig. „Ég hef verið í ofþyngd frá barnsaldri, en ég lærði snemma að nota grín sem vopn,“ sagði hann í „Off Camera with Sam Jones.“

Shawn Mendes

Söngvarinn opnaði sig í júní 2019 um einelti sem hann varð fyrir sem unglingur. „Ég er að skrifa þetta til fimmtán ára krakkans sem er hræddur um að elta drauma sína af ótta við hvað fólk mun segja,“ sagði hann á Instagram.

Niall Horan

Niall fór ekki út í smáatriði varðandi eineltið sem hann varð fyrir, en hann skrifaði við færslu Shawn og sagði: „Gæti ekki tengt við þetta meira. Sá hlær best sem síðast hlær.“

Katrín hertogaynja af Cambridge

Hún skipti um skóla eftir einelti. Samnemendur hennar stríddu henni mikið fyrir að vera grönn og veikburða.

Lady Gaga

Óskarsverðlaunahafinn Gaga var lögð í einelti af samnemendum sínum í NYU háskóla í New York. Nemendurnir tóku sér tíma til að stofna Facebook-hóp sem var tileinkaður Lady Gaga, en ekki á góðan hátt. Heldur var Lady Gaga lítillækkuð og niðurlægð á hópnum. Nemendurnir skiptust á að skrifa að hún yrði aldrei fræg og væri hæfileikalaus.

Priyanka Chopra Jonas

Leikkonan sagði frá því í viðtali við Glamour að hún hafi verið lögð í einelti í skóla. Eineltið var svo slæmt að hún endaði með að flytja aftur til Indlands frá Bandaríkjunum.

Blake Lively

Útlit leikkonunnar hefur heillað marga, en henni var strítt vegna útlits í skóla. „Börn gerðu grín af mér í skóla, kölluðu mig „Big Bird“ (því ég var „of hávaxin“ og var með „gult“ hár),“ sagði hún í færslu á Instagram.

Joanna Gaines

Joanna er einn af eigendum Magnolia og annar þáttastjórnandi Fixer Upper. Þegar hún var í leikskóla var henni strítt fyrir að vera asísk. „Þegar þér er strítt á þessum aldri þá veistu ekki hvernig þú átt að meðtaka þetta, eina sem ég hugsaði var: „Ég er ekki nógu góð.““

Padma Lakshmi

Þegar sjónvarpsstjarnan var yngri flakkaði hún mikið á milli Indlands og New York. Henni þótti erfitt að passa inn í hópinn og var lögð í einelti. „Ég man meira að segja nöfnin þeirra. Þegar ég var í sjöunda bekk þá var það Sylvia, þegar ég var í áttunda bekk þá var það Patty,“ sagði Padma um stelpurnar sem stríddu henni. „Það var einu sinni kramið egg á höfðinu mínu og ég var kýld, þetta var hræðilegt. Ég var kölluð gíraffi, ég var svo einmana.“

Tom Ford

Áður en Tom Ford varð frægur tískuhönnuður og leikstjóri var hann bara ungur drengur í Texas. Í viðtali við People sagði hann að það hefði verið erfitt að alast upp á sjöunda áratugnum í Texas; flestir ungir drengir spiluðu íþróttir og léku sér með byssur. Hann var ekki góður í íþróttum og hafði engan áhuga á byssum, honum var þar af leiðandi mikið strítt fyrir að vera öðruvísi. Honum finnst ennþá erfitt að ganga framhjá hópi af átta ára drengjum að spila fótbolta.

Jessica Alba

„Ég var lögð í svo hræðilegt einelti að pabbi þurfti að ganga með mér í skólann svo það yrði ekki ráðist á mig,“ sagði hún við Mirror. „Ég borðaði hádegismatinn minn hjá skólahjúkrunarfræðingnum svo ég þyrfti ekki að sitja með hinum stelpunum.“ Hún segir að sér hafi verið strítt fyrir að vera af tveimur kynþáttum og koma af fátæku heimili.

Eva Mendes

Leikkonan var lögð í einelti á unglingsárum. „Það voru tvær stelpur sem lögðu mig í einelti í mörg ár. Á þeim tíma skildi ég ekki af hverju þær voru að stríða mér. En seinna áttaði ég mig á því að þær þrifust á ótta mínum,“ sagði hún við Daily Mail.

Jennifer Lawrence

Jennifer lýsti því hvernig hún fékk að taka þátt í að dreifa boðskortum í afmæli sem henni var ekki boðið í. Óskarsverðlaunahafinn skipti oft um grunnskóla vegna eineltis.

Sandra Bullock

Henni var mikið strítt í gagnfræðaskóla þar sem hún var smámælt og var nýflutt til Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda