fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Eyjan

Fréttaskýring: Yfirgnæfandi líkur á sigri Bidens en Trump ekki af baki dottinn

Heimir Hannesson
Mánudaginn 26. október 2020 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Repúblikanar hafa svo til gefist upp á voninni um að halda í Hvíta húsið. Kosningastærðfræðin verður erfiðari viðureignar með hverjum deginum sem líður. Þó er það ekki svo að standandi sigurpartý sé í kjallaranum hjá Biden, því eftir því sem sigurlíkur hans aukast og hans fólk verður vissara í sinni sök verður erfiðara fyrir hann að afla sér fjár. Biden hefur hingað til treyst á að geta fjarstýrt kosningabaráttu sinni frá heimili sínu í Delaware á meðan Trump hefur áfram stuðst við fjöldafundi og ókeypis fjölmiðlaumfjöllun sem þeim fylgir gjarnan. Leið Bidens er umtalsvert dýrari enda bandaríski auglýsingamarkaðurinn risastór og kostnaðarsamur.

The Economist uppfærði kosningaspá sína í nótt og segir að nú séu 99% líkur á að Biden vinni meirihluta atkvæða og 94% líkur á að hann vinni meirihluta kjörmanna og verði þar af leiðandi næsti forseti Bandaríkjanna. Líklegur fjöldi kjörmanna Biden segir The Economist vera 243-421. Jafnvel þó Biden færi upp í efstu mörk Economist spárinnar, væri það langt í frá stærsti kosningasigur sögunnar. Árið 1984 gjörsigraði Ronald Reagan fyrrverandi varaforsetann Walter Mondale er hann tók 525 kjörmenn og skildi 13 eftir fyrir Mondale. Þá sigraði Franklin Roosevelt Kansasmanninn Alf Landon með 523 kjörmönnum. Þá voru færri kjörmenn í boði, eða aðeins 531 samanborið við 538 í dag, svo sigur Roosevelts var hlutfallslega stærri, en hann tók 98.5% kjörmanna.

Þá sigraði James Monroe kosningarnar árið 1820 með 99,57% kjörmanna. Aðeins einn kjörmannanna kaus ekki James Monroe og segir sagan (sem reyndar er ekki sönn) að hann hafi gert það til þess að tryggja að fyrsti forseti Bandaríkjanna og hetjan úr frelsisstríðinu George Washington yrði áfram eini forsetinn til þess að verða forseti með 100% atkvæða, sem hann gerði einmitt árin 1788 og 1792.

En aftur að nútímanum.

Öll trixin í bókinni reynd

Trump framboðið segir að kosningabaráttan sín sé þess megnug að geta skilað sigri, sama hversu ólíkur hann kann að virðast. Fulltrúar framboðsins hafa fullyrt að 2,5 milljónir sjálfboðaliða starfa nú fyrir framboð Trump og að þeir hafi bankað á 500 þúsund dyr í einni viku í september. Ef það er satt er það mesti fjöldi starfandi sjálfboðaliða í sögu bandaríska stjórnmála. Barack Obama tókst að virkja 2,2 milljónir og er það metið.

Þá nefnir fjölmiðlavefurinn bandaríski The Hill að Trump hafi einbeitt sér einna mest að svörtum kjósendum. Markmiðið þar er auðvitað að koma í veg fyrir að svartir kjósendur fjölmenni á kjörstað eins og þeir gerðu árin 2008 og 2012 þegar Barack Obama var í framboði. Fjarvera þeirra í atkvæðagreiðslunni 2016 var og er talinn stór þáttur í sigri Trumps. Aðeins 8% svartra kusu Trump árið 2016 og er varla líklegt að sú tala hækki mikið, sama hvað Trump reynir. Þá bendir The Hill á að Kanye West verði á kjörseðli í 12 ríkjum og væntanleg áhrif af því óljós.

Í Bandaríkjunum er einstaklingur ekki skráður á kjörskrá sjálfkrafa eins og í flestum öðrum lýðræðisríkjum, heldur er skráningar þörf. Repúblikanar hafa verið óvenjulega duglegir að skrá „sína kjósendur“ í þessari kosningabaráttu og hafa til að mynda 104.000 fleiri repúblikanar skráð sig á kjörskrá í Flórída en demókratar. Þetta er spegilmynd tölfræðinnar árið 2016 og dugði það samt ekki þá. Trump sigraði ríkið með smávægilegum mun.

Skoðanakannanir ekki lengur heilagar

Í síðustu viku sagði DV frá skekkjunni frægu í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar 2016. Var þar um kerfisbundna skekkju að ræða þvert á „bransann.“ Skoðanakönnuðir segjast vera búnir að lagfæra þessa skekkju en eftir stendur vantraust á gildi skoðanakannana. Það vantraust veldur því að Biden framboðið er bersýnilega ekki að fagna sigri og fréttastöðvar og stjórnmálaskýrendur stíga mjög varlega til jarðar í að spá einum frambjóðanda sigri á öðrum, þrátt fyrir að munurinn á Biden og Trump sé miklu meiri nú en hann var árið 2016 í baráttu Trump og Hillary Clinton. Gamla reglan um að eina skoðanakönnunin sem gildir sé kosningin sjálf virðist því algild í þessum kosningum. Árið 2016 var sigri Hillary tekið sem gefnum hlut sem átti mikinn þátt í því að kjörsókn meðal ungra demókrata hrundi, sérstaklega ungra stuðningsmanna Bernie Sanders. Sanders og Clinton tókust á af talsverðri hörku í forkosningunum og mistókst flokknum að „græða sárin“ og sameina krafta Sanders og Clinton gegn Trump. Spilaði þar miklar sigurlíkur Clinton í könnunum stórt hlutverk. Demókratar ætla ekki að gera þau mistök aftur.

Þetta vantraust á gildi kannanna gæti því hugsanlega orðið til þess að ungt fólk mæti á kjörstað og kjósi gegn Trump og þá, eðli málsins samkvæmt, með Biden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin

Einn stærsti styrktaraðili Repúblikana segir að Trump sé að eyðileggja vörumerkið Bandaríkin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið

Trump var ósáttur við umfjöllun um hendur sínar – Lét starfsfólk sitt kaupa allt upplagið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins