Úrúgvæinn Luis Suarez, leikmaður Atletico Madrid, tók þátt í góðgerðarkvöldi á vegum McDonald’s í heimalandi sínu. Hann keypti 1000 hamborgara og greiddi fyrir þá 4.300 pund sem samsvarar tæpum 800.000 krónum.
Söfnunarféð rann til fótboltabarna sem spila í ungmennadeild í borginni Pando sem er um 30 kílómetrum fyrir utan höfuðborgina.
Á hverju ári stendur hamborgarakeðjan fyrir viðburðinum fyrir The Ronald McDonald House Association. Samtökin aðstoða meira en 7000 fjölskyldur í Úrúgvæ á hverju ári.
Samtökin útvega mat og gistingu ásamt því að aðstoða óléttar konur og fólk sem þarfnast læknisaðstoðar.
Eftir styrkinn frá Suarez var hamborgarakeðjan að vonum mjög þakklát. Á Twitter aðgangi McDonald’s í Úrúgvæ segir að Luiz Suarez hafi sannað að Stóri dagurinn hafi engin landamæri. „Hann keypti Bic Mac frá Spáni í gegnum McDelivery til að hjálpa The House Ronald að styrkja gott málefni.“
.@LuisSuarez9 demostró que #GranDia no tiene fronteras. Compró 1000 Big Mac desde 🇪🇸 por #McDelivery para ayudar a Casa Ronald, Liceo Impulso y donar a la #LigaDeBabyFútbolDePando😍¡Gracias Luis por ponerte la camiseta del #GranDia! Vos también podés sumarte desde dónde estés🛵 pic.twitter.com/c4NSHVULjj
— McDonald’s Uruguay (@McDonalds_Uy) October 22, 2020