fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Einróma samþykkt vegna neyslurýma í Reykjavík – Koma í veg fyrir veikindi og jafnvel dauða

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 20. október 2020 20:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í kvöld að ganga til viðræðna við ríkið rekstur á neyslurými í Reykjavík.

Um var að ræða svohljóðandi tillögu sem borgarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram:

Lagt er til að velferðarsviði verði falið að ganga til viðræðna við heilbrigðisráðuneytið um sameiginlegan rekstur á neyslurými í Reykjavík. Í framhaldinu verði lögð fram kostnaðarmetin tillaga til meðferðar velferðarráðs og samþykktar í borgarráði.“

Skaðaminnkandi þjónusta

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs borgarinnar, segir þetta ánægjulegt.

“Neyslurými eru skaðaminnkandi úrræði sem dregur úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna án þess endilega að draga úr notkun þeirra. Samkvæmt rannsóknum þá upplifir fólk sem notar vímuefni um æð fordóma í samfélaginu og meðal annars innan heilbrigðiskerfisins. Það eykur á vanda þeirra og skapar aukna hættu að þau leiti sér ekki hjálpar eða stuðnings. Þess vegna fagna ég því mjög að borgarstjórn sameinist um þessa tillögu og vona hún marki upphafið að enn meiri áherslu á skaðaminnkandi þjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. “

Alþingi samþykkti í vor frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni. Lagabreytingin felur í sér heimild til sveitarfélaga til að koma á fót lagalega vernduðu umhverfi, neyslurými, þar sem einstaklingar, 18 ára og eldri, geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti starfsfólks þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna.

Greinargerð með tillögunni sem var samþykkt í borgarstjórn í kvöld má nálgast hér.

Minnkar líkur á veikindum, jafnvel dauða

Í greinargerðinni segir meðal annars:

„Að mati velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er það jákvætt skref að heimila með lögum að reka neyslurými fyrir vímuefnanotendur sem nota vímuefni í æð. Þau sjónarmið sem felast í skaðaminnkun eru mjög mikilvæg og nauðsynlegt er að skapa öruggan vettvang fyrir þessa einstaklinga til að koma í veg fyrir aukinn skaða, veikindi og jafnvel dauða viðkomandi.

Það er mat Reykjavíkurborgar að þó að rekstur neyslurýmis falli að langmestu leyti undir heilbrigðisþjónustu þá sé aðkoma velferðarsviðs að þjónustunni mikilvæg þannig að viðkomandi einstaklingar geti á sama stað fengið félagslega ráðgjöf, húsnæðisaðstoð og aðra þjónustu eftir því sem við á hverju sinni. Því er lagt til að velferðarsviði verði falið að stofna til viðræðna við heilbrigðisráðuneytið um aðkomu að rekstri neyslurýmis m.a. með fjárhagslegum stuðningi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“