fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Einar segir prestinn vera á villigötum – „Treystir hvorki guði né mönnum fyrir heiminum án sinnar íhlutunar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. október 2020 19:22

Einar Örn Gunnarsson (t.v.) og Gunnlaugur Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það kann að vera eitthvað fallegt við prest á eftirlaunum sem hefur verið svo lengi í starfi að hann treystir hvorki Guði né mönnum fyrir heiminum án sinnar íhlutunar. En reyndin er sú að það hugarþel sem endurspeglast í greinum Gunnlaugs er ekki í anda hinnar fögru kristnu trúar þar sem hann hefur ítrekað gert saklausum mönnum upp hugsanir og hugarfar,“ segir Einar Örn Gunnarsson í grein á Vísir.is þar sem hann svarar Gunnlaugi Stefánssyni presti og fyrrverandi alþingismanni.

Deiluefnið er fiskeldi en Gunnlaugur sagði í grein á sama vettvangi að með leyfi Matvælastofnunar til fiskeldisfyrirtækisins Laxar til laxaræktunar í opnum sjókvíum í Reyðarfirði hefði stofnunin fært þessu norska fyrirtæki 37 milljarða á silfurfati. Í grein sinni sagði Gunnlaugur jafnframt að opið sjókvíaeldi sé ein mesta ógn sem steðji að umhverfinu. Sjá grein Gunnlaugs 

Einar Örn bendir á í grein sinni að grundvallarmunur sé á verðgildi eldisleyfi í Noregi og Íslandi en fullyrðingar um Gunnlaugs um verðmæti á silfurfati til Laxa virðast miðast við norsk leyfi:

„Í áðurnefndri grein heldur hann því enn einu sinni fram að eldisleyfi í Noregi og á Íslandi séu sömu gerðar og hafi sama verðgildi. Stór grundvallarmunur er á þeim þar sem hefð er fyrir laxeldi í Noregi þar sem öflugir innviðir hafa byggst upp á áratugum. Aldir hafa verið tugir kynslóða af laxi í fjörðum og góð reynsla er af þeim. Manngert umhverfi greinarinnar í Noregi er eins og best verður á kosið. Norsk leyfi eru varanleg eign sem hægt er að veðsetja en á Íslandi er um að ræða tímabundna opinbera heimild til framkvæmda og reksturs. Norsk yfirvöld hófu ekki sölu eldisleyfa fyrr en eftir aldamótin 2000 þegar iðnaðurinn hafði byggst upp og sannað sig þar í landi eftir áratuga þróun. Fram að því greiddu fyrirtæki aðeins hóflegt gjald fyrir starfs- og rekstrarleyfi. Verðmæta leyfanna er því ekki samanburðarhæft.“

Þá segir Einar það rangt hjá Gunnlaugi að eldisleyfið sé án endurgjalds:

„Í greininni heldur Gunnlaugur því ranglega fram að leyfi til laxeldis séu færð fyrirtækjunum án nokkurs endurgjalds. Fyrir það fysta þurfa félögin að kosta umhverfismatsferli sem veltur á tugum milljóna króna í hverju falli. Auk þess þá greiða félögin 20 SDR eða um 4.000 krónur fyrir hvert tonn sem þeim er heimilt að framleiða á hverju ári og er þá ekki allt upptalið.“

Segir fullyrðingar um umhverfisvá vera hugarburð

Þá segir Einar að fullyrðingar Gunnlaugs um umhverfisógn af völdum fiskeldis í opnum sjókvíum séu hugarburður:

„Í greininni fullyrðir Gunnlaugar án minnstu skírskotunar eða rökstuðnings að sjókvíaeldi á laxi sé mesta ógn sem steðji að umhverfinu, að verið sé að beina eldinu upp á land i lokuð kerfi í nágrannalöndunum og að ört stækkandi hópur neytenda neiti að borða fisk úr opnum sjókvíum þar sem “lúsin herjar, eiturefnum er mokað ofan í kvíarnar og úrgangurinn mallar í kringum fiskinn.” Allt er þetta órökstuddur hugarburður. Að mati hámenntaðra sérfræðinga hjá stofnunum ríkisins og fleiri fagaðila er hér engin hætta á ferðum og alls ekki talið að eldið ógni umhverfinu. Öfugt farið við fullyrðingar Gunnlaugs þá er laxeldi umhverfisvæn atvinnugrein með lágt kolefnisspor. Má nefna að kolefnisspor á hvert kg framleitt af laxi er um 2,5 kg kolefnistvíildis á hvert framleitt kjötkíló, sem er innan við tíundi hluti þess sem er við kjötframleiðslu með nautgripaeldi. Það segir sig sjálft að hér er um matvælaiðnað að ræða á Íslandi þ.e. í þróuðu ríki þar sem virkar eftirlitsstofnarnir starfa. Engin hætta er á því að eiturefnum sé mokað ofan í kvíarnar. Það eru engin áform hvorki í Evrópu, Nýja Sjálandi, Suður Ameríku, Bandaríkjunum né Kanada að færa allt eldi upp á land. Öðru nær eru þjóðir að auka heimildir og stefna til dæmis norsk stjórnvöld að því að auka sjókvíaeldi úr 1,4 milljónum tonna á ári upp í fimm milljónir tonna árlega innan fárra áratuga.“

Segir Gunnlaug berjast gegn atvinnuppbyggingu

Einar segir það athyglisvert að sjá vel launaðan prest sem hefur þjónað á hlunnindajörð berajst gegn atvinnutækifærum íbúanna í héraðinu. Einar gefur í skyn að Gunnlaugur sé knúinn áfram af öfundsýki:

„Í viðleitni til að skilja hvað fyrir honum vakir hverfur hugurinn aldir aftur í tíma þegar dauðasótt geysaði á Íslandi og ungur maður spurði sveitalækni hver væri skelfilegasta og skaðlegasta veiki sem herjað hefði á mannkynið. „Það er öfundsýkin,“ svaraði læknirinn.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Julian McMahon látinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“