fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Vegagerðin harmi slegin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. október 2020 12:30

Samsett mynd Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um banaslysið á Kjalarnesi í sumar, er hjón á vélhjólum létu lífið eftir árekstur við húsbíl, en orsakavaldurinn var gölluð og flughál vegklæðning. Í gærkvöld ræddi Kastljós við dóttur hjónanna sem segist ætla að leita réttlætis fyrir þau. Hafði faðir hennar lengi vitað af göllum í nýlögðu malbiki og formælt þeim.

Í yfirlýsingu Bergþóru segir að  Vegagerðin harmi slysið mjög og vinni að endurskoðun á öllum ferlum sem lúta að yfirlögnum á vegakerfinu. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Vegna umræðu um öryggi á vegum að undanförnu viljum við hjá Vegagerðinni koma eftirfarandi á framfæri.

Í júní síðastliðnum átti sér stað hræðilegt slys á Kjalarnesi.   Á umræddum vegarkafla var nýlokið viðhaldi á malbiksyfirborði og beindust sjónir strax að frávikum í framkvæmd þessa verks. Rannsóknir á viðnámi á yfirborði sýndu í framhaldinu að miklu munaði að uppfylltar væru kröfur í útboðslýsingu til verksins.  í rannsóknum sem gerðar voru í kjölfarið og enn eru í gangi kemur berlega í ljós að umrætt malbik stóðst ekki útboðskörfur Vegagerðarinnar.  Augljóst samhengi er milli þeirra galla og þeirra aðstæðna sem sköpuðust á slysstað.

Við starfsmenn Vegagerðarinnar erum harmi slegin yfir slysinu og því að slíkar aðstæður hafi getað skapast við venjubundið viðhald á vegum. Í framhaldi af þessu hafa allir hlutar umrædds verks verið fjarlægðir utan einn sem sannarlega stóðst kröfur til viðnáms.  Verkið sem um ræðir var framkvæmt af verktaka með mikla reynslu.  Sú reynsla kom því miður ekki í veg fyrir þær afleiðingar sem við öll þekkjum.

Vegagerðin vinnur nú að umfangsmikilli endurskoðun á öllum ferlum sem lúta að yfirlögnum á vegakerfinu.  Markmið þeirrar vinnu er að tryggja að slys sem þetta geti ekki komið fyrir aftur.

Bergþóra Þorkelsdóttir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum
Fréttir
Í gær

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari