fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Varð óvinnufær í níu mánuði af því að hnoða brauðdeig

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. október 2020 21:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður stefndi Tryggingamiðstöðinni fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur eftir að honum hafði verið synjað um slysabætur eftir að hann slasaðist er hann var að hnoða brauðdeig.

Atvikið átti sér stað í starfsmannamötuneytis fyrirtækisins þar sem maðurinn vann, þann 18. nóvember árið 2016. Maðurinn var þar að hnoða 70 kg brauðhneigshlunk, verkið var erfitt og hann þurfti að beita afli. Er hann var að hnoða deigið í höndunum rann deigið til á borðinu, maðurinn missti jafnvægið og hnaut fram fyrir sig á borðið með þeim afleiðingum að hægri höndin bögglaðist undan líkamsþunga hans. Við það  komi óeðlileg sveigja á úlnliðinn og heyrði stefnandi greinilega smell frá úlnliðnum við fallið og fann fyrir miklum sársauka.

Við læknisskoðun reyndist maðurinn ekki brotinn en hann var engu að síður óvinnufær vegna atviksins  í níu mánuði. Tryggingafélag vinnustaðarins og úrskurðarnefnd tryggingamála höfnuðu kröfu mannsins á þeim forsendum að ekki hefði verið um óvæntan utanaðkomandi atburð að ræða sem væri skilgreining á vinnuslysi í tryggingaskilmálum félagsins, heldur væri eins líklegt að meiðslin hafi komið fram vegna sjúkdóms eða „innra ástands“ mannsins.

Um málsástæður mannsins segir svo í dómi Héraðsdóms: „Stefnandi bendir á að í skilmálum tryggingarinnar sé slysahugtakið skilgreint með sama hætti og almennt þekkist í skaðabótarétti. Í þessu máli horfi slysið þannig við að hönd stefnanda hafi bögglast undir honum þegar hann var við vinnu við að hnoða brauðdeig í höndum á álborði. Nánar tiltekið hafi deigið runnið til og við það hafi hann misst jafnvægið svo að líkamsþungi hans færðist yfir á höndina án þess að hann næði að koma í veg fyrir það. Vitni að þessu atviki segi í yfirlýsingu að stefnandi hafi misst jafnvægið og snúið höndina á borðinu. Ekkert í innra ástandi stefnanda hafi valdiðþessu atviki. Líkir stefnandi þessu við það að manneskja misstígi sig á göngu eftir sléttu yfirborði. Hreyfing manneskjunnar sé þá meginorsakavaldur slyssins, ásamt mögulega augnabliks aðgæsluleysi hennar sjálfrar. Slíkt yrði talið falla undir slysahugtakið að því gefnu að ástæður slyssins væri ekki að rekja til svima, sjúkdóma eða annars innra ástands í líkama tjónþola. Tilvik stefnanda falli innan skilgreiningar slysahugtaks skaðabótaréttarins eins og það hafi verið skilgreint í dómaframkvæmd.“

Samkvæmt málflutningi mannsins eru afleiðingar slyssins varanlegar.

Héraðsdómur féllst hins vegar ekki á að Tryggingamiðstöðin væri skaðabótaskyld þar sem ekki væri um að ræða óvænt utanaðkomandi atvik, sem sé skilgreiningin á slysi í tryggingaskilmálunum.

Var Tryggingamiðstöðin sýknuð af dómkröfum mannsins. Málskostnaður var hins vegar felldur niður.

Sjá dóm Héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot