fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Heróín farið að ryðja sér til rúms á Íslandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. október 2020 18:51

Heróín. Myndin tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heróín er farið að ryðja sér til rúms á Íslandi í kjölfar þess að minna framboð er af lyfseðilsskyldum lyfjum, svokölluðum ópíóðum, vegna stórminnkandi flugs í kórónuveirufaraldrinum.

Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Elísabetu Brynjarsdóttur, verkefnastýru hjá Frú Ragnheiði, sem er skaðaminnkunarverkefni á vegum Rauða krossins.

Elísabet sagðist hafa orðið vör við aukna félagslega einangrun hjá skjólstræðingum Frú Ragnheiðar undanfarið og það gæti leitt til aukinna bakslaga hjá fólki á batavegi. Bakslög gætu leitt til ofskömmtunar sem geti valdið dauðsföllum.

Elísabet sagði að það væri mikið áhyggjuefni ef heróín sé farið að ná fótfestu hér á landi. Frú Ragnheiður hafi einblínt á ópíóðana þar sem yfirleitt sé um að ræða fastar skammtastærðir og hafi beitt skaðaminnkandi viðhaldsmeðferðum. Í heróínneyslu séu skammtastærðir óræðar sem bjóði heim hættu á dauðsföllum vegna ofskömmtunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum
Fréttir
Í gær

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari