fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Enn herða þeir ólina – Þórólfur og Ríkislögreglustjóri boða strangar reglur í Reykjavík

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. október 2020 12:34

Þórólfur Guðnason mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, vinnur nú að minnisblaði um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. Hyggst hann leggja það til við heilbrigðisráðherra. Þetta hefur Fréttablaðið eftir Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Almannavörnum.

Segir þar að almenningur muni auk þess fá „sterk tilmæli“ um að hafa varann á vegna veirunnar. 99 smit greindust í gær á Íslandi, lang flest á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta næst mesti fjöldi greininga á einum degi frá upphafi. Aðeins greindust fleiri þann 24. mars, en þá greindust 106.

Segir Fréttablaðið að veirusmit virðast nú vera komin í veldisvöxt á höfuðborgarsvæðinu og munu aðgerðir Almannavarna því miða hvað helst að því svæði. RUV birtir eftirfarandi lista yfir aðgerðir:

  • Vera eins mikið heima við og hægt er.
  • Vera ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsynlegt er.
  • Takmarka fjölda í búðum, þannig að helst einn úr fjölskyldu fari.
  • Takmarka enn frekar heimsóknir til viðkvæmra hópa.
  • Viðburðahaldarar eru hvattir til að fresta þeim viðburðum sem eiga að fara fram næstu tvær vikur.
  • Jógahópar, gönguhópar, kórar og hjólahópar sem dæmi geri hlé á starfsemi sinni næstu tvær vikur.
  • Helst fari aðeins þeir í sund sem þurfi heilsu sinnar vegna.
  • Einnig að allir staðir og verslanir sem opnir eru á höfuðborgarsvæðinu tryggi fjöldatakmarkanir eins vel og unnt er sem og handspritt fyrir alla.

Segir RUV að ofangreindur listi séu „reglur sem embætti ríkislögreglustjóra boðar fyrir höfuðborgarbúa til að taka þátt í eru.“ Hefur orðalagið vakið athygli, enda „reglur“ ríkislögreglustjóra almennt ekki eitthvað sem almenningi er „boðið að taka þátt í.“ Enn fremur eru reglurnar með þeim allra hörðustu sem Íslendingar hafa mátt venjast síðustu ár og áratugi og ljóst að vísir að útgöngubanni sé lagður með reglunum.

Skólahald mun áfram fara fram með þeim hætti sem verið hefur undanfarna daga og vikur og miða við þær reglur sem þegar eru í gildi. Upplýsingafundur hefur verið boðaður í dag klukkan 15:00 og hyggjast almannavarnir kynna aðgerðir sínar nánar þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Í gær

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu
Fréttir
Í gær

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur

Lögregla og sjúkralið kölluð á skemmtistað en fengu óvæntar móttökur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi